Félagið vildi fara nýjar leiðir Hjörvar Ólafsson skrifar 26. apríl 2018 09:30 Besta sundfólk landsins hefur æft hjá Jacky síðustu ár. Fréttablaðið/Daníel Styr hefur staðið um sundfélagið Ægi síðustu daga, en stjórn félagsins ákvað nýverið að skipta um yfirþjálfara hjá félaginu. Ákveðið hefur verið að Guðmundur Sveinn Hafþórsson taki við starfi yfirþjálfara hjá Ægi 1. ágúst næstkomandi af Jacky Pellerin sem sinnt hefur starfinu frá árinu 2007. Þjálfaraskiptin voru tilkynnt í byrjun þessarar viku í kjölfar þess að Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug lauk. Skilja mátti orð Jacky í samtali við fjölmiðla á þann hátt að hann hefði verði rekinn úr starfi án teljandi ástæðu og að það hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.Vildum taka nýja stefnu Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarmaður hjá Ægi, segir það ekki alls kostar rétt að hann hafi verið rekinn án þess að ástæða liggi þar að baki. Ásgeir segir að ákveðið hafi verið að fara í skipulagsbreytingar hjá félaginu og sú ákvörðun tekin að yfirþjálfarinn sinni fleiri störfum en einungis afrekshópi félagsins. Því hafi verið heillavænlegast að mati stjórnar að skipta um mann í brúnni. „Það var ákveðið að skipta um stefnu hjá félaginu, það er að yfirþjálfari Ægis myndi sinna þjálfun allra sem æfa hjá félaginu, en ekki bara afrekshluta félagsins. Okkar hugmyndir voru þær að ráða annan mann í starf yfirþjálfara sem myndi byggja grasrót félagsins upp frá grunni og starfa á breiðari grundvelli en Jacky hefur gert,“ segir Ásgeir og bætti við: „Við höfum þar að auki þær hugmyndir að fara í samstarf við fleiri félög um sameinaðan afrekshóp sem kæmi til greina að Jacky myndi sjá um að þjálfa,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. „Jacky var sagt upp störfum í mars og á sama tíma samið um það að hann myndi starfa af jafn miklum heilindum og hann hafði ávallt gert út yfirstandandi sundár. Jacky myndi sem sagt starfa út keppnistímabilið, hætta síðan störfum í sumar og nýr maður tæki þá við starfi hans. Það kom okkur að óvörum þegar Jacky tilkynnti afmörkuðum hópi sundmanna Ægis um ákvörðun okkar.“Ánægð með störf hans Mikil ánægja ríkir hjá Ægi með störf Jacky en margir af fremstu sundköppum Íslands æfðu hjá honum. „Það verður að koma fram að við höfum verið afskaplega ánægð með störf Jacky hjá Ægi. Hann hefur verið við störf hjá okkur í rúm tíu ár og það gefur augaleið þegar tekið er mið af þeim langa starfstíma að við höfum verið ánægð með hans störf. Jacky hefur til að mynda komið að þjálfun Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, Jakobs Jóhanns Sveinssonar, Antons Sveins McKee og Söruh Blake Bateman og aðstoðað þau við að komast í fremstu röð,“ sagði Ásgeir um tíma Jacky hjá Ægi. „Ég trúi því og treysti að Jacky muni vinna af jafn mikilli fagmennsku og hann hefur gert undanfarin tíu ár. Það er mikið í húfi fyrir sundfólkið okkar og til að mynda eru margir sem stefna að því að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið. Við göngum út frá því að Jacky starfi hjá okkur fram á sumarið og geri það með miklum sóma. Það kemur svo í ljós í framhaldinu hvort þau áform sem við höfum haft um að mynda sameinaðan afrekshóp undir handleiðslu Jacky geti orðið að veruleika,“ sagði Ásgeir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Sjá meira
Styr hefur staðið um sundfélagið Ægi síðustu daga, en stjórn félagsins ákvað nýverið að skipta um yfirþjálfara hjá félaginu. Ákveðið hefur verið að Guðmundur Sveinn Hafþórsson taki við starfi yfirþjálfara hjá Ægi 1. ágúst næstkomandi af Jacky Pellerin sem sinnt hefur starfinu frá árinu 2007. Þjálfaraskiptin voru tilkynnt í byrjun þessarar viku í kjölfar þess að Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug lauk. Skilja mátti orð Jacky í samtali við fjölmiðla á þann hátt að hann hefði verði rekinn úr starfi án teljandi ástæðu og að það hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.Vildum taka nýja stefnu Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarmaður hjá Ægi, segir það ekki alls kostar rétt að hann hafi verið rekinn án þess að ástæða liggi þar að baki. Ásgeir segir að ákveðið hafi verið að fara í skipulagsbreytingar hjá félaginu og sú ákvörðun tekin að yfirþjálfarinn sinni fleiri störfum en einungis afrekshópi félagsins. Því hafi verið heillavænlegast að mati stjórnar að skipta um mann í brúnni. „Það var ákveðið að skipta um stefnu hjá félaginu, það er að yfirþjálfari Ægis myndi sinna þjálfun allra sem æfa hjá félaginu, en ekki bara afrekshluta félagsins. Okkar hugmyndir voru þær að ráða annan mann í starf yfirþjálfara sem myndi byggja grasrót félagsins upp frá grunni og starfa á breiðari grundvelli en Jacky hefur gert,“ segir Ásgeir og bætti við: „Við höfum þar að auki þær hugmyndir að fara í samstarf við fleiri félög um sameinaðan afrekshóp sem kæmi til greina að Jacky myndi sjá um að þjálfa,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. „Jacky var sagt upp störfum í mars og á sama tíma samið um það að hann myndi starfa af jafn miklum heilindum og hann hafði ávallt gert út yfirstandandi sundár. Jacky myndi sem sagt starfa út keppnistímabilið, hætta síðan störfum í sumar og nýr maður tæki þá við starfi hans. Það kom okkur að óvörum þegar Jacky tilkynnti afmörkuðum hópi sundmanna Ægis um ákvörðun okkar.“Ánægð með störf hans Mikil ánægja ríkir hjá Ægi með störf Jacky en margir af fremstu sundköppum Íslands æfðu hjá honum. „Það verður að koma fram að við höfum verið afskaplega ánægð með störf Jacky hjá Ægi. Hann hefur verið við störf hjá okkur í rúm tíu ár og það gefur augaleið þegar tekið er mið af þeim langa starfstíma að við höfum verið ánægð með hans störf. Jacky hefur til að mynda komið að þjálfun Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, Jakobs Jóhanns Sveinssonar, Antons Sveins McKee og Söruh Blake Bateman og aðstoðað þau við að komast í fremstu röð,“ sagði Ásgeir um tíma Jacky hjá Ægi. „Ég trúi því og treysti að Jacky muni vinna af jafn mikilli fagmennsku og hann hefur gert undanfarin tíu ár. Það er mikið í húfi fyrir sundfólkið okkar og til að mynda eru margir sem stefna að því að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið. Við göngum út frá því að Jacky starfi hjá okkur fram á sumarið og geri það með miklum sóma. Það kemur svo í ljós í framhaldinu hvort þau áform sem við höfum haft um að mynda sameinaðan afrekshóp undir handleiðslu Jacky geti orðið að veruleika,“ sagði Ásgeir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Sjá meira