„Það væri gott að hafa sérfræðingana hjá sér“ Sigrún Harðardóttir og Ingibjörg Karlsdóttir skrifar 26. apríl 2018 10:00 Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað í fjölmiðlum undanfarið um að árangur íslenskra barna á PISA-prófunum sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þrátt fyrir að útgjöld til menntamála hér séu sambærileg við það sem gerist í löndunum í kring. Í nýlegu viðtali við Skúla Helgason, formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, kemur fram að á Íslandi byggjum við mjög dýra og flotta skóla og að fókusinn hafi allt of lítið verið á innra starfið. Út frá þessum ábendingum Skúla er vert að vekja athygli á niðurstöðum nýlegrar rannsóknar undirritaðra um upplifun og reynslu fagmenntaðra starfsmanna grunnskóla (kennara, sérkennara, skólastjórnenda, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa) af stuðningi við nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem einnig er leitað reynslu foreldra og barnanna sjálfra á þeirri þjónustu sem veitt er í skólum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni Hvað er vel gert og hvað má betur fara í þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum? Skilgreining hópsins sem rannsóknin beinist að eru börn í grunnskólum sem eiga við námsvanda að etja og hafa t.d. verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika og tilfinninga- og félagslega erfiðleika. Tekin voru rýnihópaviðtöl við ofangreinda starfsmenn grunnskóla um allt land. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur telja að skólarnir búi yfir góðu og vel menntuðu starfsfólki sem er tilbúið til að leggja sig fram. En kennarar og aðrir starfsmenn upplifa sífellt aukið álag í starfi við að láta sig varða velferð hvers barns og það sé í raun gerð krafa til þeirra um „að halda tíu boltum á lofti í einu“ og við slíkar aðstæður væri „gott að hafa sérfræðingana hjá sér“.Ingibjörg ?Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGLStærsta áskorunin sem kennarar standa frammi fyrir er að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum og mæta þörfum hvers og eins í skóla án aðgreiningar. Þar ber hæst að fást við ýmiss konar náms- og hegðunarvanda nemenda og mæta þörfum barna af erlendum uppruna. Þó nemendur glími við svipaðan vanda þá eru einstaklingsþarfirnar svo misjafnar og hlutverk kennara felst þá í að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Auk þess finnst kennurum mikil áraun að horfa upp á börn sem eru að fást við vanlíðan, áföll í fjölskyldum, fátækt og félagslega útskúfun og upplifa sig hjálparvana í þeim aðstæðum. Að mati kennara skortir aðstoð fagfólks í slíkum málum, s.s. félagsráðgjafa og annarra sérfræðinga. Þá sýna niðurstöður að annarra úrbóta sé jafnframt þörf til að draga úr álagi og auka svigrúm kennara til að sinna kennslu og undirbúningi hennar, s.s. að fækka þyrfti nemendum í bekkjum, auka framboð á list- og verkgreinum og efla námsgagnagerð. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að mikilvægt sé að efla faglega þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. Í því sambandi liggur beint við að nefna skólafélagsráðgjöf. Hún felur í sér að vinna á heildrænan hátt í málum nemenda í samvinnu við fjölskyldur, við aðrar fagstéttir innan skóla og önnur þjónustukerfi með áherslu á að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna vellíðan. Skólafélagsráðgjafar hafa sérþekkingu í þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur með það að markmiði að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu, bæði námslega, félagslega og tilfinningalega. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og annars starfsfólks skóla og kall þeirra eftir að fá fleiri fagstéttir inn í skólana til að létta af þeim álagi og styðja um leið við nemendur með fjölbreytilegan vanda.Höfundar eru: Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH á BUGL
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun