Mörgæs setti köfunarmet Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 06:52 Líkamsbygging keisaramörgæsa bendir til að þær ættu ekki að geta verið mikið lengur en 8 mínútur í kafi. Vísir/Getty Vísindamenn á Suðurskautslandinu telja sig hafa mælt lengstu köfun mörgæsar frá því að mælingar hófust. Talið er að keisaramörgæsin sem um ræðir hafi verið 32,2 mínútur í kafi, sem er heilum 5 mínútum lengur en fyrra köfunarmet. Keisaramörgæsir, sem aðeins lifa á Suðurskautinu, eru stærsta mörgæsategund jarðar og hafa lengi verið rómaðar fyrir köfunarhæfileika sína. Þær hafa sést kafandi á 500 metra dýpi, í jökulköldum og óblíðum sjónum við Suðurskautslandið. Nýja köfunarmetið skaut upp kollinum eftir að vísindamenn tóku að greina gögn sem þeir öfluðu sér með staðsetningarbúnaði sem komið var fyrir á 20 keisaramörgæsum árið 2013. Markmiðið í upphafi var að kanna æxlun mörgæsa en það var fljótt slegið út af borðinu - staðsetningabúnaðinum hafði óvart verið komið fyrir á hópi keisaramörgæsa sem makast ekki. Þess í stað verja mörgæsirnar mest öllum tíma sínum við veiðar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að keisaramörgæsir ferðist lengra og kafi dýpra en áður hefur verið talið. Mörgæsirnar ferðust allt frá 273 km til 9000 km á rannsóknartímabilinu ásamt því að kafa frá 1 mínútu upp í fyrrnefndar 32,2 mínútur.Niðurstöður rannsóknarinnar má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband sem sýnir ferðalag mörgæsanna árið 2013. Dýr Suðurskautslandið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Vísindamenn á Suðurskautslandinu telja sig hafa mælt lengstu köfun mörgæsar frá því að mælingar hófust. Talið er að keisaramörgæsin sem um ræðir hafi verið 32,2 mínútur í kafi, sem er heilum 5 mínútum lengur en fyrra köfunarmet. Keisaramörgæsir, sem aðeins lifa á Suðurskautinu, eru stærsta mörgæsategund jarðar og hafa lengi verið rómaðar fyrir köfunarhæfileika sína. Þær hafa sést kafandi á 500 metra dýpi, í jökulköldum og óblíðum sjónum við Suðurskautslandið. Nýja köfunarmetið skaut upp kollinum eftir að vísindamenn tóku að greina gögn sem þeir öfluðu sér með staðsetningarbúnaði sem komið var fyrir á 20 keisaramörgæsum árið 2013. Markmiðið í upphafi var að kanna æxlun mörgæsa en það var fljótt slegið út af borðinu - staðsetningabúnaðinum hafði óvart verið komið fyrir á hópi keisaramörgæsa sem makast ekki. Þess í stað verja mörgæsirnar mest öllum tíma sínum við veiðar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að keisaramörgæsir ferðist lengra og kafi dýpra en áður hefur verið talið. Mörgæsirnar ferðust allt frá 273 km til 9000 km á rannsóknartímabilinu ásamt því að kafa frá 1 mínútu upp í fyrrnefndar 32,2 mínútur.Niðurstöður rannsóknarinnar má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband sem sýnir ferðalag mörgæsanna árið 2013.
Dýr Suðurskautslandið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira