Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 07:16 Kim Jong-un og Moon Jae-in munu mætast á landamærum Norður- og Suður-Kóreu á föstudaginn. Vísir/Getty Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður. Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Kim Jong-un mun á morgun verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Þar mun hann hitta forseta Suður-Jóreu, Moon Jae-in, sem sagður er ætla að taka persónulega á móti Kim við landamærin skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma. Þeir Moon og Kim munu funda um framtíð kjarnorkuvopnáætlunar Norður-Kóreu og hvernig samskiptum grannríkjanna verður háttað á komandi árum. Fundurinn er sagður marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna en ítrekaðar eldflaugatilraunir Norðanmanna á síðustu árum urðu til þess að hleypa illu blóði í Suður-Kóreu og bandamenn þeirra. Þrátt fyrir að embættismenn Norður-Kóreu, til að mynda Kim Jong-un sjálfur, hafi ítrekað sagt á síðustu vikum að þeir séu tilbúnir að gefa kjarnorkuáætlun ríkisins upp á bátinn segja fulltrúar Suður-Kóreu að framundan séu flóknar viðræður. Þrátt fyrir yfirlýsingar Norðanmanna er ekki vitað hvað þeim gengur til eða hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í kjarnorkumálum. Fundurinn, sem fram fer um helgina, er þriðji fundurinn sem háttsettir fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu hafa átt frá aldamótum. Þetta yrði þó fyrsti fundurinn þar sem leiðtogar ríkjanna beggja setjast saman við samningaborðið. Vonast er til að fundurinn verði til þess að hægt verði að ljúka Kóreustríðinu formlega, en það hefur í raun geisað frá árinu 1950. Ríkin lögðu þó niður vopn árið 1953. Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan fund Kim og forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem fram á að fara í maí. Þrátt fyrir fundahöld um víða veröld, og leynilega heimsókn Mike Pompeo til Norður-Kóreu um páskana, er ekki enn vitað með fullri vissu hvort af honum verður.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Slökkva á áróðurshátölurunum Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. 23. apríl 2018 06:01
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Vilji fyrir algerri afvopnun Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. 20. apríl 2018 06:00