Lögmaður Trump neitar að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 12:10 Cohen hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Klámmyndaleikkona hefur stefnt honum og alríkislögreglan rannsakar hann. Vísir/AFP Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna