Vorið breiðist út um Kóreuskagann Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 05:03 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian. Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16
Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“