Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 22:45 Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í fyrra þegar Portúgal sigraði keppnina í fyrsta skipti. VISIR / EPA Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí. Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí.
Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57
Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38
Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30