Fótbolti

Önnur tvenna Elíasar skilaði Gautaborg sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías Már Ómarsson í landsleik
Elías Már Ómarsson í landsleik vísir/getty
Suðurnesjamaðurinn Elías Már Ómarsson fór mikinn í liði Gautaborg sem vann 2-1 sigur á Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Elías Már kom Gautaborg yfir snemma leiks eða á 15.mínútu. Hann tvöfaldaði svo forystuna eftir klukkutíma leik. Elías fékk ekki tækifæri til að fullkomna þrennuna því honum var skipt af velli strax í kjölfarið af öðru markinu.

Þessi tvö mörk Elíasar skiluðu sigri því Hacken náði aðeins að klóra í bakkann með marki Paulinho í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 fyrir Elías og félaga en þetta var önnur tvenna kappans á tímabilinu.

Þetta var þriðji sigurleikur Gautaborg á tímabilinu og hefur liðið níu stig eftir sex umferðir í 5.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×