Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 20:42 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/AFP Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna. Norður-Kórea Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna.
Norður-Kórea Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira