Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 20:42 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/AFP Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna. Norður-Kórea Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu fagnar „sögulegum“ fundi Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. KCNA segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann og var ákvörðun leiðtoganna að af-kjarnorkuvæða svæðið tekið fagnandi. Þrátt fyrir að KCNA hafi undanfarna mánuði ítrekað sagt að Norður-Kórea myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sína af hendi.Kim Jong-un varð fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að ekki verði létt á þvingunum og refsiaðgerðum í garð Norður-Kóreu í aðdraganda fundar hans með Kim Jong-un. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur á að eiga sér stað né hvar. Samkvæmt Reuters er þó verið að íhuga að halda hann í Singapore.Í yfirlýsingu sem leiðtogarnir sendu út eftir fundinn sögðu Moon og Kim að fjandsamlegum aðgerðum ríkjanna í garð hvors annars yrði hætt, hlutlausa beltinu á landamærum ríkjanna yrði breytt í „friðarsvæði“ með því að hætta linnulausum áróðursútsendingum þar og bæði ríki fækkuðu í herafla sínum á svæðinu.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fundÞrátt fyrir að fundurinn hafi leitt af sér háleit markmið hefur lítið sem ekkert komið fram um hvernig ná á þessum markmiðum. Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa tekið fregnunum af varkárni. Sérfræðingar sem BBC ræddi við efast um vilja yfirvalda Norður-Kóreu til að fórna kjarnorkuvopnum sínum. Fyrri samkomulög ríkjanna hafa ekki borið árangur vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu og í kjölfar kosninga í Suður-Kóreu þar sem breytingar urðu á ríkisstjórnum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KCNA um fund leiðtoganna.
Norður-Kórea Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira