Assad-liðar ráðast gegn bandamönnum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 17:30 Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Vísir/AFP Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018 Sýrland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018
Sýrland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira