Leyndarmálið um God of War afhjúpað Benedikt Bóas skrifar 10. apríl 2018 05:15 Schola cantorum á heimavelli sem er Hallgrímskirkja. Kórinn syngur á forníslensku í God of War sem kemur út 20. apríl. Gunnar Freyr Steinsson „Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
„Þetta er búið að vera mikið leyndarmál og við máttum ekkert segja frá þessu,“ segir Hörður Áskelsson, stofnandi og stjórnandi kammerkórsins Schola cantorum, en í gær upplýstist að kórinn syngur í nýjasta God of War tölvuleiknum. Tölvuleikurinn er gríðarlega vinsæll og er nýjasta leiksins beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. Um 19 milljónir hafa horft á stikluna úr leiknum sem gefin var út fyrir rúmlega ári. Leikurinn mun koma í búðarhillur hér á landi þann 20. apríl og segist Hörður ætla að hringja í barnabörnin og monta sig aðeins af því að vera í leiknum. Sony gefur leikinn út og er þetta áttundi leikurinn í seríunni sem fjallar um Kratos en nú birtist sonur hans Atreus einnig. Stóru breytingarnar eru að Kratos notast nú við exi en áður óð hann um með keðjur. Þá hefur sjónarhorni spilarans hefur verið breytt svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Bear McCreary semur tónlistina en hann hefur einnig samið tónlistina við sjónvarpsþættina Battlestar Galactica og The Walking Dead sem og tölvuleikinn SOCOM 4. Auk Schola cantorum er færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir einnig í stóru hlutverki í God of War. „Tengsl okkar við þennan leik koma í gegnum Veigar Margeirsson, tónskáld í Bandaríkjunum. Fram að þessum leik hafði Sony skipt við kóra í London og Prag. Við fórum í Stúdíó Sýrland og sungum fyrir þá prufur með allt liðið í Ameríku fyrir framan okkur á skjá. Þá var músíkin ekki tilbúin. En þeir voru ánægðir enda stóð kórinn sig vel. Næst þegar við hittumst, þá var tónskáldið með í för hér á landi og þá sagði hann við mig að hann hefði lært mikið eftir að hafa unnið með kórnum, og samið músíkina öðruvísi. Við fengum risastóran skammt að syngja inn og vorum í strangri törn,“ segir Hörður. Teymið frá Ameríku fór af landi brott glatt í bragði með tóndæmin og fagmennskuna í kórnum. „Við sungum á forníslensku. Björn Thorarensen, meðlimur í kórnum, varð þeirra þýðandi og samdi þessa texta upp úr ensku og setti á forníslensku. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allt öðruvísi en það sem við erum að fást við dagsdaglega, bæði músíkin og þetta umhverfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Sjá meira
Íslendingar ljá vinsælum tölvuleik rödd sína Íslenski kammerkórinn Schola cantorum sér til þess að spilendur nýjasta leiksins í God of War-tölvuleikjabálknum fái víkingaandann beint í æð. 9. apríl 2018 06:53