Vaknaði við mikinn dynk og sá bílinn klesstan uppi á staur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 15:30 Ekið var vinstra megin framan á bílinn og færðist hann við úr stæðinu og upp á þennan staur. Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49