Bjóða öllum að draga úr plastnotkun í Umbúðalausum apríl: „Þetta getur verið svo einfalt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 21:30 Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Mynd/Samsett Átakið Umbúðalaus apríl stendur nú sem hæst og bjóða aðstandendur átaksins öllum að taka þátt. Þátttaka þarf ekki að vera flókin eða erfið, að sögn skipuleggjanda, en aðalmarkmið átaksins er að fólk taki lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl.Átakið heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem fólk er hvatt til að draga úr plastnotkun.Mynd/Dísa DungalSnýst um litlu hlutina Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Boðað var til átaksins í byrjun mánaðar en eins og nafnið gefur til kynna snýst það í meginatriðum um að takmarka plastneyslu. „Þetta er átak sem er í raun bara til þess að vekja athygli á almennri neyslu og byrjar með einum mánuði. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um hvað það er að nota mikið af umbúðum, og þá sérstaklega gífurlegt magn af umbúðum úr plasti á hverjum degi,“ segir Dísa í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þurfti að læra að segja nei við öllu hversdagsruslinu Eitt aðalmarkmið átaksins er að fólk tileinki sér lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl, sem Dísa segir að þurfi alls ekki að vera erfitt. „Við viljum sýna hvað það getur verið auðvelt að breyta litlum hlutum, eins og t.d. að hætta að nota plastpoka þegar maður fer að versla. Það getur haft rosaleg áhrif að bara ein manneskja sleppi því. Og þannig getur fólk tekið þátt í Umbúðalausum apríl, bara með því að flokka ruslið sitt og hugsa alltaf um að velja „skárri kostinn“,“ segir Dísa. „Peppa fólk“ í gegnum Snapchat Viðbrögð við Umbúðalausum apríl hafa verið mjög góð, að sögn Dísu, en átakið er keyrt áfram á samfélagsmiðlum og geta áhugasamir kynnt sér málið á Facebook-viðburði, Snapchat-aðganginum umbudalaust og Instagram.Átakið snýst einnig um að breiða út boðskapinn.Mynd/Dísa dungal„Við höfum verið að setja efni inn á Snapchat á hverjum degi, og þar er alltaf að bætast fleira og fleira fólk við, og við ætlum að reyna að halda því áfram út apríl,“ segir Dísa. Á Snapchat deilir hópurinn sem stendur að átakinu, auk góðra gesta, daglega ráðum og hugmyndum með þeim sem vilja draga úr plastnotkun. „Við viljum reyna að peppa fólk í þetta. Þetta getur verið svo einfalt.“ Vitundarvakning um skaðsemi plasts Áhugi Dísu sjálfrar á umhverfismálum kviknaði nýlega en hún segir Umbúðalausan apríl hafa hjálpað sér að stíga skrefið til fulls. „Þetta hjálpar mér að komast lengra, skoða mína neyslu og að átta mig á því að það er ótrúlega mikið sem ég get gert.“ Mikil vitundarvakning hefur orðið um skaðsemi plasts í heiminum undanfarin misseri. Frakkar tóku t.d. nýlega upp á því að banna allan borðbúnað úr plasti og þá hefur bann við plasti á Sri Lanka verið í gildi síðan í fyrra. Íslendingar nota að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári en fólk og fyrirtæki hér á landi hafa í mörgum tilvikum reynt að draga úr plastnotkun, þ. á m. Mjólkursamsalan, Joe and the Juice og nokkrir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur, sem hafa hætt að bjóða upp á sogrör úr plasti. Umhverfismál Tengdar fréttir Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00 Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00 Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Átakið Umbúðalaus apríl stendur nú sem hæst og bjóða aðstandendur átaksins öllum að taka þátt. Þátttaka þarf ekki að vera flókin eða erfið, að sögn skipuleggjanda, en aðalmarkmið átaksins er að fólk taki lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl.Átakið heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem fólk er hvatt til að draga úr plastnotkun.Mynd/Dísa DungalSnýst um litlu hlutina Dísa Dungal er ein þeirra sem standa að átakinu Umbúðalaus apríl. Boðað var til átaksins í byrjun mánaðar en eins og nafnið gefur til kynna snýst það í meginatriðum um að takmarka plastneyslu. „Þetta er átak sem er í raun bara til þess að vekja athygli á almennri neyslu og byrjar með einum mánuði. Við viljum vekja fólk til umhugsunar um hvað það er að nota mikið af umbúðum, og þá sérstaklega gífurlegt magn af umbúðum úr plasti á hverjum degi,“ segir Dísa í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þurfti að læra að segja nei við öllu hversdagsruslinu Eitt aðalmarkmið átaksins er að fólk tileinki sér lítil skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl, sem Dísa segir að þurfi alls ekki að vera erfitt. „Við viljum sýna hvað það getur verið auðvelt að breyta litlum hlutum, eins og t.d. að hætta að nota plastpoka þegar maður fer að versla. Það getur haft rosaleg áhrif að bara ein manneskja sleppi því. Og þannig getur fólk tekið þátt í Umbúðalausum apríl, bara með því að flokka ruslið sitt og hugsa alltaf um að velja „skárri kostinn“,“ segir Dísa. „Peppa fólk“ í gegnum Snapchat Viðbrögð við Umbúðalausum apríl hafa verið mjög góð, að sögn Dísu, en átakið er keyrt áfram á samfélagsmiðlum og geta áhugasamir kynnt sér málið á Facebook-viðburði, Snapchat-aðganginum umbudalaust og Instagram.Átakið snýst einnig um að breiða út boðskapinn.Mynd/Dísa dungal„Við höfum verið að setja efni inn á Snapchat á hverjum degi, og þar er alltaf að bætast fleira og fleira fólk við, og við ætlum að reyna að halda því áfram út apríl,“ segir Dísa. Á Snapchat deilir hópurinn sem stendur að átakinu, auk góðra gesta, daglega ráðum og hugmyndum með þeim sem vilja draga úr plastnotkun. „Við viljum reyna að peppa fólk í þetta. Þetta getur verið svo einfalt.“ Vitundarvakning um skaðsemi plasts Áhugi Dísu sjálfrar á umhverfismálum kviknaði nýlega en hún segir Umbúðalausan apríl hafa hjálpað sér að stíga skrefið til fulls. „Þetta hjálpar mér að komast lengra, skoða mína neyslu og að átta mig á því að það er ótrúlega mikið sem ég get gert.“ Mikil vitundarvakning hefur orðið um skaðsemi plasts í heiminum undanfarin misseri. Frakkar tóku t.d. nýlega upp á því að banna allan borðbúnað úr plasti og þá hefur bann við plasti á Sri Lanka verið í gildi síðan í fyrra. Íslendingar nota að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári en fólk og fyrirtæki hér á landi hafa í mörgum tilvikum reynt að draga úr plastnotkun, þ. á m. Mjólkursamsalan, Joe and the Juice og nokkrir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur, sem hafa hætt að bjóða upp á sogrör úr plasti.
Umhverfismál Tengdar fréttir Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00 Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00 Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Joe & the Juice á Íslandi hætta í plastinu Joe & the Juice veitingastaðirnir á Íslandi stefna á að hætta að nota plastglös, rör og plastlok á kaffibolla frá og með 15. mars. 10. mars 2018 08:00
Árborg fagnar plokkurum Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu. 4. apríl 2018 06:00
Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. 30. mars 2018 11:25