Hver tók á móti þér? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Svarið við þessari spurningu er líklega hjá flestum einhver góð ljósmóðir eða fæðingarlæknir. Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt starfi sínu á Landspítalanum lausu. Það er grafalvarleg staða en er skiljanleg þegar málið er skoðað til hlítar. Ljósmæður eru eingöngu kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki. Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi þær unnið í einhver ár sem hjúkrunarfræðingar og unnið sig upp í launum þá er það svo að eftir tveggja ára ljósmóðurnám þá lækka launin þegar þær byrja að vinna sem ljósmæður. Það sjá það allir að þetta getur ekki gengið. Við erum að leggja áherslu á gildi menntunar í landinu og hún kostar mikið fé og tíma. En ef hún færir fólki engar kjarabætur þá er enginn hvati til að mennta sig frekar. Við sem vinnum við fæðingarþjónustu vitum að þetta starf er einstakt. Það að taka á móti nýjum Íslendingum í þennan heim er forréttindastarf en mjög krefjandi. Börnin fæðast á öllum tímum sólarhringsins og líka á rauðum dögum. Starf ljósmæðra er vissulega krefjandi og getur reynt á bæði líkamlega og andlega. Rannsóknir sýna að þeir sem vinna vaktavinnu lifa skemur en þeir sem vinna dagvinnu og tíðni alvarlegra veikinda er einnig hærri hjá vaktavinnufólki. Starfið í mæðraverndinni, í fæðingarþjónustu og síðan að fylgja eftir nýbakaðri fjölskyldu krefst teymisvinnu ljósmæðra og fæðingarlækna. Það er því miður svo að það fara ekki allir heim með heilbrigð lifandi börn og því fólki þarf líka að sinna á okkar vakt. Við á Íslandi höfum náð einstökum árangri í lágri tíðni burðarmálsdauða á heimsvísu og á sama tíma hefur keisaratíðnin ekki aukist eins og víða í hinum vestræna heimi. Þessu höfum við náð með mikilli faglegri þjálfun og samstarfi fagaðila sem að fæðingarþjónustu koma. Skjólstæðingar okkar eru móðirin, barnið og fjölskyldan í heild. Við þurfum að hlusta á ekki bara einn hjartslátt heldur alltaf tvo og stundum fleiri þegar um fjölburameðgöngur er að ræða. Ábyrgðin er mikil og oft þarf að taka ákvarðanir hratt og bregðast við með réttum hætti. Semja þarf strax við ljósmæður Það tekur mörg ár að þjálfa reynda ljósmóður og því má það ekki gerast að þær hætti nú störfum og leiti til annarra starfa eins og reyndin er með marga hjúkrunarfræðinga á LSH. Það vantar nú á annað hundrað hjúkrunarfræðinga á spítalann. Sorglegt er að vita til þess að hjúkrunarfræðingar með 2 ára aukanám eins og skurðhjúkrunarfræðingar og svæfingarhjúkrunarfræðingar skuli velja að starfa frekar í fluginu en á LSH. Hér verður að koma á umbótum í mannauðsmálum, gera starfið eftirsóknarvert og borga laun í samræmi við ábyrgð og reynslu. Þannig missum við ekki ljósmæður eða hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntun og þjálfun þessara stétta þarf að meta og greiða laun samkvæmt því. Hvernig getur það gerst árið 2018 á vakt Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki sé að hverfa frá starfi? Þessi ríkisstjórn setti heilbrigðismál og innviði í öndvegi. Það er afgangur af ríkissjóði og verið að greiða niður erlendar skuldir. Ég skora á fjármálaráðherra að gefa samninganefnd ríkisins heimild til að semja við ljósmæður og það strax. Sumarið er fram undan og þá er álag á fæðingardeild LSH mikið vegna sumarfría starfsfólks og vegna þess að nágrannasjúkrahúsin draga oft úr sinni starfsemi. En fæðingum fækkar ekki þó að sólin fari að skína og ekki setjum við tappa í konurnar. Við förum í hanskana og tökum glöð á móti nýjum Íslendingum. Höfundur er fæðingarlæknir og formaður læknaráðs Landspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið við þessari spurningu er líklega hjá flestum einhver góð ljósmóðir eða fæðingarlæknir. Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt starfi sínu á Landspítalanum lausu. Það er grafalvarleg staða en er skiljanleg þegar málið er skoðað til hlítar. Ljósmæður eru eingöngu kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki. Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi þær unnið í einhver ár sem hjúkrunarfræðingar og unnið sig upp í launum þá er það svo að eftir tveggja ára ljósmóðurnám þá lækka launin þegar þær byrja að vinna sem ljósmæður. Það sjá það allir að þetta getur ekki gengið. Við erum að leggja áherslu á gildi menntunar í landinu og hún kostar mikið fé og tíma. En ef hún færir fólki engar kjarabætur þá er enginn hvati til að mennta sig frekar. Við sem vinnum við fæðingarþjónustu vitum að þetta starf er einstakt. Það að taka á móti nýjum Íslendingum í þennan heim er forréttindastarf en mjög krefjandi. Börnin fæðast á öllum tímum sólarhringsins og líka á rauðum dögum. Starf ljósmæðra er vissulega krefjandi og getur reynt á bæði líkamlega og andlega. Rannsóknir sýna að þeir sem vinna vaktavinnu lifa skemur en þeir sem vinna dagvinnu og tíðni alvarlegra veikinda er einnig hærri hjá vaktavinnufólki. Starfið í mæðraverndinni, í fæðingarþjónustu og síðan að fylgja eftir nýbakaðri fjölskyldu krefst teymisvinnu ljósmæðra og fæðingarlækna. Það er því miður svo að það fara ekki allir heim með heilbrigð lifandi börn og því fólki þarf líka að sinna á okkar vakt. Við á Íslandi höfum náð einstökum árangri í lágri tíðni burðarmálsdauða á heimsvísu og á sama tíma hefur keisaratíðnin ekki aukist eins og víða í hinum vestræna heimi. Þessu höfum við náð með mikilli faglegri þjálfun og samstarfi fagaðila sem að fæðingarþjónustu koma. Skjólstæðingar okkar eru móðirin, barnið og fjölskyldan í heild. Við þurfum að hlusta á ekki bara einn hjartslátt heldur alltaf tvo og stundum fleiri þegar um fjölburameðgöngur er að ræða. Ábyrgðin er mikil og oft þarf að taka ákvarðanir hratt og bregðast við með réttum hætti. Semja þarf strax við ljósmæður Það tekur mörg ár að þjálfa reynda ljósmóður og því má það ekki gerast að þær hætti nú störfum og leiti til annarra starfa eins og reyndin er með marga hjúkrunarfræðinga á LSH. Það vantar nú á annað hundrað hjúkrunarfræðinga á spítalann. Sorglegt er að vita til þess að hjúkrunarfræðingar með 2 ára aukanám eins og skurðhjúkrunarfræðingar og svæfingarhjúkrunarfræðingar skuli velja að starfa frekar í fluginu en á LSH. Hér verður að koma á umbótum í mannauðsmálum, gera starfið eftirsóknarvert og borga laun í samræmi við ábyrgð og reynslu. Þannig missum við ekki ljósmæður eða hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntun og þjálfun þessara stétta þarf að meta og greiða laun samkvæmt því. Hvernig getur það gerst árið 2018 á vakt Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki sé að hverfa frá starfi? Þessi ríkisstjórn setti heilbrigðismál og innviði í öndvegi. Það er afgangur af ríkissjóði og verið að greiða niður erlendar skuldir. Ég skora á fjármálaráðherra að gefa samninganefnd ríkisins heimild til að semja við ljósmæður og það strax. Sumarið er fram undan og þá er álag á fæðingardeild LSH mikið vegna sumarfría starfsfólks og vegna þess að nágrannasjúkrahúsin draga oft úr sinni starfsemi. En fæðingum fækkar ekki þó að sólin fari að skína og ekki setjum við tappa í konurnar. Við förum í hanskana og tökum glöð á móti nýjum Íslendingum. Höfundur er fæðingarlæknir og formaður læknaráðs Landspítalans
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun