Þar mætast fortíð og nútíð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:00 Ragnheiður og Guðríður Skugga við textílverk Ragnheiðar sem vísar í holdsveikraspítalann. Vísir/eyþór Það er líf og fjör í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar á að opna sýninguna „við mið“ á morgun, föstudag, klukkan 17 og meistaranemar úr myndlistardeild Listaháskólans eru að koma fyrir verkum sínum á tveimur hæðum safnsins, innan um skúlptúrverk Sigurjóns (1908-1982). Öll eru þessi nýju listaverk innblásin af verkum Sigurjóns og sögu og staðháttum á Laugarnesinu og eru þó afar fjölbreytt og ólík að efni og gerð. Eða eins og stendur í hugleiðingum sýningarstjóra: „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við.“ Á bak við sýninguna standa alls ellefu listamenn, að Sigurjóni meðtöldum. Guðríður Skugga er ein þeirra. Hún stendur uppi í stiga á neðri hæðinni með hallamál að finna rétta punktinn fyrir aðra af tveimur ljósmyndum sem hún hefur endurgert og smíðað trausta og eftirtektarverða málmramma utan um.Kimi Tayler vinnur að verki sínu.Í forgrunni annarrar myndarinnar sjást saltfiskstæður og -breiður og svolítið brot af Esjunni í bakgrunni en á báðum myndunum er hús sem logar virðast leika um. „Þetta eru gamlar ljósmyndir af Laugarnesinu,“ útskýrir Guðríður Skugga. „Þær voru aðgengilegar á internetinu og allir máttu nota þær. Ég endurgerði filmur og prentaði aftur og svo brenndi ég út holdsveikraspítalann sem brann 7. apríl 1943. Auk þess er ég með texta í ramma sem ég hengi upp á milli myndanna. Það sem mér finnst merkilegt er að grunnurinn að spítalanum skuli vera bílastæðið hér utan við safnið og að við skulum ganga á sömu steinum og voru þar þá. Það er mjög sterk tenging.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir er að útskrifast úr Listaháskólanum í vor eftir tveggja ára nám og er að setja upp textílverk á efri hæðinni. „Þetta er efni sem ég hef verið að vinna með. Það vísar í skinn eða húð og ég tengi það holdsveikraspítalanum sem hér stóð. Ég keypti efnið, gataði það og tætti svolítið og bar svo á það efni sem gerir það stíft. Set svo lag ofan á lag þannig að þrívídd skapist.“ Sýningin „við mið“ er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands og það eru nemar úr HÍ sem annast sýningarstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Það er líf og fjör í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar á að opna sýninguna „við mið“ á morgun, föstudag, klukkan 17 og meistaranemar úr myndlistardeild Listaháskólans eru að koma fyrir verkum sínum á tveimur hæðum safnsins, innan um skúlptúrverk Sigurjóns (1908-1982). Öll eru þessi nýju listaverk innblásin af verkum Sigurjóns og sögu og staðháttum á Laugarnesinu og eru þó afar fjölbreytt og ólík að efni og gerð. Eða eins og stendur í hugleiðingum sýningarstjóra: „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við.“ Á bak við sýninguna standa alls ellefu listamenn, að Sigurjóni meðtöldum. Guðríður Skugga er ein þeirra. Hún stendur uppi í stiga á neðri hæðinni með hallamál að finna rétta punktinn fyrir aðra af tveimur ljósmyndum sem hún hefur endurgert og smíðað trausta og eftirtektarverða málmramma utan um.Kimi Tayler vinnur að verki sínu.Í forgrunni annarrar myndarinnar sjást saltfiskstæður og -breiður og svolítið brot af Esjunni í bakgrunni en á báðum myndunum er hús sem logar virðast leika um. „Þetta eru gamlar ljósmyndir af Laugarnesinu,“ útskýrir Guðríður Skugga. „Þær voru aðgengilegar á internetinu og allir máttu nota þær. Ég endurgerði filmur og prentaði aftur og svo brenndi ég út holdsveikraspítalann sem brann 7. apríl 1943. Auk þess er ég með texta í ramma sem ég hengi upp á milli myndanna. Það sem mér finnst merkilegt er að grunnurinn að spítalanum skuli vera bílastæðið hér utan við safnið og að við skulum ganga á sömu steinum og voru þar þá. Það er mjög sterk tenging.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir er að útskrifast úr Listaháskólanum í vor eftir tveggja ára nám og er að setja upp textílverk á efri hæðinni. „Þetta er efni sem ég hef verið að vinna með. Það vísar í skinn eða húð og ég tengi það holdsveikraspítalanum sem hér stóð. Ég keypti efnið, gataði það og tætti svolítið og bar svo á það efni sem gerir það stíft. Set svo lag ofan á lag þannig að þrívídd skapist.“ Sýningin „við mið“ er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands og það eru nemar úr HÍ sem annast sýningarstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira