Guardian fjallar um „morðið sem skók Ísland“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 10:24 Fjölmargir björgunarsveitarmenn leituðu Birnu. Vísir/Landsbjörg Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira