Jón Björn fer fyrir Framsókn og óháðum í Fjarðabyggð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2018 08:30 Hluti frambjóðenda B-lista Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð Framsókn Félagsfundur í Framsóknarfélagi Fjarðabyggðar, sem haldinn var í gærkvöldi, samþykkti einróma framboðslista Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26.maí næstkomandi. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, mun leiða listann og eru bæjarfulltrúarnir Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir í öðru og þriðja sæti. Kosið verður í sameinaðri Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem sameining milli Breiðdals og Fjarðabyggðar var samþykkt í íbúakosningu í sveitarfélögunum þann 24.mars síðastliðinn. Jón Björn Hákonarson, oddviti listans, segist í tilkynningu vera afar þakklátur og stoltur af því að fá að leiða listann til kosninga í sameinuðu sveitarfélagi. „Mér er efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér er sýnt að fá að leiða lista frambjóðenda Framsóknar og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningum í okkar góða sveitarfélagi. Styrkleikar Fjarðabyggðar eru fjölbreytileiki sveitarfélagsins á öllum sviðum, sterkt atvinnulíf og fjölskylduvænt samfélag sem við þurfum að hlúa að og efla ennfrekar. Þá er ég mjög ánægður með að á listanum sitja frambjóðendur úr öllum sjö byggðarkjörnum Fjarðabyggðar með fjölbreytta reynslu sem vilja leggja hönd á plóg og vinna að því að gera gott samfélag enn betra.” Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð: 1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Neskaupstað. 2. Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari hjá HSA, Reyðarfirði. 3. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari, Fáskrúðsfirði. 4. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður, Reyðarfirði. 5. Ívar Dan Arnarson, vélstjóri, Reyðarfirði. 6. Ingólfur Finnsson, bifvélavirki, Breiðdalsvík. 7. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, húsmóðir, Eskifirði. 8. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði. 9. Elva Bára Indriðadóttir, leiðbeinandi, Breiðdalsvík. 10. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi, Mjóafirði. 11. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, forstöðumaður, Fáskrúðsfirði. 12. Bjarki Ingason, framleiðslustarfsmaður og nemi, Neskaupstað. 13. Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi, Breiðdalsvík. 14. Elsa Guðjónsdóttir, sundlaugarvörður, Fáskrúðsfirði. 15. Þórhallur Árnason, varðstjóri, Eskifirði. 16. Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi, Neskaupstað. 17. Sævar Arngrímsson, skipuleggjandi viðhalds, Eskifirði. 18. B. Guðmundur Bjarnason, verkstjóri, Reyðarfirði.Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Félagsfundur í Framsóknarfélagi Fjarðabyggðar, sem haldinn var í gærkvöldi, samþykkti einróma framboðslista Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26.maí næstkomandi. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, mun leiða listann og eru bæjarfulltrúarnir Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir í öðru og þriðja sæti. Kosið verður í sameinaðri Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem sameining milli Breiðdals og Fjarðabyggðar var samþykkt í íbúakosningu í sveitarfélögunum þann 24.mars síðastliðinn. Jón Björn Hákonarson, oddviti listans, segist í tilkynningu vera afar þakklátur og stoltur af því að fá að leiða listann til kosninga í sameinuðu sveitarfélagi. „Mér er efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér er sýnt að fá að leiða lista frambjóðenda Framsóknar og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningum í okkar góða sveitarfélagi. Styrkleikar Fjarðabyggðar eru fjölbreytileiki sveitarfélagsins á öllum sviðum, sterkt atvinnulíf og fjölskylduvænt samfélag sem við þurfum að hlúa að og efla ennfrekar. Þá er ég mjög ánægður með að á listanum sitja frambjóðendur úr öllum sjö byggðarkjörnum Fjarðabyggðar með fjölbreytta reynslu sem vilja leggja hönd á plóg og vinna að því að gera gott samfélag enn betra.” Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð: 1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Neskaupstað. 2. Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari hjá HSA, Reyðarfirði. 3. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari, Fáskrúðsfirði. 4. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður, Reyðarfirði. 5. Ívar Dan Arnarson, vélstjóri, Reyðarfirði. 6. Ingólfur Finnsson, bifvélavirki, Breiðdalsvík. 7. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, húsmóðir, Eskifirði. 8. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði. 9. Elva Bára Indriðadóttir, leiðbeinandi, Breiðdalsvík. 10. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi, Mjóafirði. 11. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, forstöðumaður, Fáskrúðsfirði. 12. Bjarki Ingason, framleiðslustarfsmaður og nemi, Neskaupstað. 13. Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi, Breiðdalsvík. 14. Elsa Guðjónsdóttir, sundlaugarvörður, Fáskrúðsfirði. 15. Þórhallur Árnason, varðstjóri, Eskifirði. 16. Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi, Neskaupstað. 17. Sævar Arngrímsson, skipuleggjandi viðhalds, Eskifirði. 18. B. Guðmundur Bjarnason, verkstjóri, Reyðarfirði.Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira