Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 85-79 | KR í úrslit í fimmta árið í röð

Árni Jóhannsson skrifar
KR-ingar fagna í leikslok.
KR-ingar fagna í leikslok. Vísir/Bára
Fjórfaldir Íslandsmeistarar í körfubolta KR mun fá tækifæri til að lyfta titlinum í fimmta sinn í röð eftir að þeir báru sigurorð af Haukum í leik fjögur í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 85-79 heimamönnum í vil og endaði einvígið með því að KR vann 3-1.

Leikurinn í kvöld þróaðist eins og síðasti leikur, var járn í járn allan tímann nánast og það var ekki fyrr en í lokin sem KR náði að síga framúr og hafa nógu mikla forystu á lokamínútunni til að hleypa Haukum ekki nógu nálægt sér og sigla framúr.



Allir leikhlutarnir byrjuðu eins nánast en sóknarleikurinn var mjög stífur og tók liðin ansi langan tíma að komast í takt við leikinn og byrja stigaskorið sitt. Varnarleikurinn var náttúrlega í hávegum hafður eins og vaninn hefur verið í einvíginu en þegar allt var talið voru liðin líklegast að skora jafnmörg stig og meðaltalið hefur verið í vetur.



Afhverju vann KR?

Varnarleikurinn hefur verið mjög góður í undanförnum leikjum og í seinustu tveimur leikjum þá hefur sóknarleikurinn smollið að auki þannig að þeir hafa náð að hala inn sigrunum í lok leikja. Það skiptir máli þegar kjarninn í liðinu hefur unnið fjóra Íslandsmeistaratitla í röð og í lok þessa leiks sást það greinilega að Haukar áttu í vandræðum með að ná í stig þegar á þurfti að halda í lok leiksins. KR hélt haus og boltinn endaði í höndunum á leikönnum sem eru góðar vítaskyttur í lok leiksins þannig að Haukar fengu ekki tækifærin sem þeir hefðu þurft að fá til að jafna metin.

Hverjir stóðu upp úr?

Hjá KR var það Brynjar Þór Björnsson sem leiddi stigaskor sinna manna en hann skoraði 20 stig fyrir sína menn og komu flest stigin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var mjög duglegur að ná í körfur þegar KR þurfti á stigunum að halda og finnst manni eins og að allar körfur Brynjars hafi komið sprett af stað hjá sínum mönnum eða slökkt á sprett Hauka á mörgum augnablikum í kvöld. Það verður að nefna hlut Kendall Pollard í fjórða leikhlutanum en bróðupartur þeirra 13 stiga sem hann skoraði komu í lokhaleikhlutanum.

Paul Anthony Jones III var allt í öllu hjá sínum mönnum og skoraði 22 stig og tók 7 fráköst. Í kvöld hefði hann þegið meiri hjálp frá sínum mönnum fyrr í kvöld en til dæmis þá skoraði Kári Jónsson 10 af sínum 17 stigum í lokaleikhlutanum en hann skoraði 2 stig í fyrri hálfleik.



Tölfræði sem vakti athygli?

Þegar svona jafnir leikir eru gerðir upp þá er hentugt að horfa á tölfræðidálkinn. KR-ingar fengu mun fleiri stig eftir sóknarfráköst og eftir tapaða bolta hjá Haukum og getum við dregið þá ályktun að það hafi riðið baggamuninn í kvöld. KR skoraði 17 stig á móti 9 stigum eftir sóknarfráköst og 13 stig á móti 10 eftir að hafa unnið boltann af andstæðingnum.

Hvað gerist næst?

Haukar fara í sumarfrí, sleikja sárin og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Það er mjög erfitt að mæta reynslumiklu KR liði þegar öll pressan er á deildarmeisturunum en KR-ingar eru pressulausir nánast þar sem menn hafa talið hingað til að lappirnar duga ekki í úrslitakeppni þetta árið.

KR hinsvegar þarf að koma sér í gírinn fyrir úrslitaeinvígi gegn Tindastóli sem hefst fyrir norðan þann 20. apríl næstkomandi. Það er orðið ansi langt síðan KR hefur ekki haft heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi en við verðum að horfa á það að heimavallarrétturinn hefur ekki verið öruggt fyrirbæri í þessari úrslitakeppni.

Darri Hilmarsson.Vísir/Bára
Darri Hilmarsson: „Við þökkum bara Ívari fyrir það

Darri Hilmarsson hafði kannski hægt um sig í stigaskori fyrir sína menn en hann hjálpaði þeim á öðrum sviðum körfuboltans þegar KR tryggði sér farseðilinn í úrslita einvígi Dominos deildarinnar í körfubolta í fimmta árið í röð. Hann spilaði sinn 400. leik í kvöld og var spurður hvernig tilfinningin væri svona strax eftir leik.

„Hún er góð, mjög góð. Haukar eru búnir að vera besta liðið í vetur þannig að það er gott að ná að slá þá út 3-1. Mér fannst við eiga það skilið“.

Hann var spurður hvað væri að skila KR í úrslitaeinvígið og talaði hann mest um varnarleik liðsins.

„Við skiptum aðeins um varnarafbrigði í leik þrjú og mér fannst þeir ekki eiga nógu góð svör við þeim varnarleik. Fórum í svokallaðn Box og 1 þar sem Björn Kristjánsson elti Kára Jónss. allan tímann og við hinir spiluðum svæðisvörn og þeir náðu ekki að leysa það nógu vel. Við vorum komnir með tak á þá með því að spila mikið betur í leik þrjú og fjögur en í fyrstu tveimur leikjunum“.

„Sigurinn í öðrum leik hafði þau áhrif, eins og einhver sagði við mig, hann snýr seríunni við. Skriðþunginn kemur yfir til okkar og við sleppum honum ekki þegar við erum komnir með hann“, sagði Darri þegar hann var spurður um það hvort kraftaverkasigurinn í leik tvö hefði ekki haft góð áhrif á liðið. Í framhaldi af því var hann spurður út í ummæli Ívars Ásgrímssonar eftir þann leik um að Haukar væru betra liðið og að KR vissi af því.

„Þetta mótiveraði okkur klárlega. Maður áttaði sig ekki alveg á því hvað hann var að reyna að tala á móti fjórföldum meisturum ef ég les þetta alveg rétt. Við spiluðum ekki alveg nógu góða fyrstu tvo leikina þannig að þetta kveikti á okkur. Við þökkum bara Ívari fyrir það“.

Breki Gylfason.Vísir/Bára
Breki Gylfason: Mjög svekkjandi

Það kemur ekkert á óvart að Breki Gylfason, leikmaður Hauka, hafi verið daufur í dálkinn og stuttorður þegar blaðamaður náði tali af honum. Enda var liðið hans að ljúka keppni þennan veturinn og er það langt fyrir neðan þær væntingar sem Haukar settu sér fyrir tímabilið.

„Mér fannst KR fá aðeins mikið af sóknarfráköstum og stig úr því, ásamt því að fá allt of mikið af opnum þristum sem þeir nýttu. Við nýttum ekki okkar þrist. Þetta er svekkjandi. Það kostaði okkur dálítið að hafa dálítið fests fyrir utan þriggja stiga línuna eins og í fyrri hálfleik og ekki nýta nógu mörg skot“.

Breki var spurður út í margumrædd þjálfara síns eftir annan leik liðanna um að Haukar væru betra liðið og að KR ætti að vita það og þá hvort þau ummæli hefðu skemmt fyrir liðinu.

„Það truflaði okkur ekkert. Ég er ekki viss um það, við vorum ekki að lesa þetta. Þannig að þetta hafði ekki einhver áhrif á okkur“.

Að lokum var Breki spurður hvort þessi niðurstaða væri ekki fyrir neðan væntingarnar og sagði hann: „Þetta eru klárlega vonbrigði, við höfðum miklar væntingar og þetta er fyrir neðan þær. Þetta er mjög svekkjandi“.

Björn Kristjánsson.Vísir/Bára
Stuðningsmenn Hauka.Vísir/Bára
Björn Kristjánsson.Vísir/Bára
Brynjar Þór Björnsson.Vísir/Bára
Helgi Már Magnússon.Vísir/Bára
Brynjar Þór Björnsson.Vísir/Bára
Emil Barja.Vísir/Bára
Kári Jónsson.Vísir/Bára
Kári Jónsson.Vísir/Bára
Finnur Atli Magnússon.Vísir/Bára
Paul Anthony Jones.Vísir/Bára
Kári Jónsson.Vísir/Bára
Hjálmar Stefánsson.Vísir/Bára
Finnur Freyr Magnússon.Vísir/Bára
Marcus Walker.Vísir/Bára
Finnur Freyr Stefánsson.Vísir/Bára
Ívar Ásgrímsson.Vísir/Bára
Marcus Walker.Vísir/Bára
Helgi Már Magnússon.Vísir/Bára
Ívar Ásgrímsson.Vísir/Bára
Pavel Ermolinskij.Vísir/Bára
Kristinn Óskarsson, dómari.Vísir/Bára
Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson.Vísir/Bára
Darri Hilmarsson.Vísri/Bára
Pavel Ermolinskij og Emil Barja.Vísir/Bára
Paul Anthony Jones.Vísir/Bára
Kristófer Acox.Vísir/Bára

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira