Mark og stoðsending frá Isco á gamla heimavellinum Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2018 20:30 Isco á fleygiferð í leiknum í dag. vísir/getty Real Madrid kláraði Malaga, 2-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en með sigrinum skaust Real í þriðja sætið. Fyrsta mark leiksins kom á 29. mínútu er Isco skoraði beint úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Isco var einmitt keyptur til Real frá Malaga. Casemiro tvöfaldaði forystuna svo eftir rúman klukkutíma eftir undirbúning Isco en með síðustu spyrnu leiksins minnkaði Diego Rolan muninn fyrir Malaga. Lokatölur 2-1. Real er í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir Atletico sem er í öðru sætinu, og fimmtán stigum á eftir Barcelona sem er á toppnum. Malaga er á botninum með sautján stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti. Spænski boltinn
Real Madrid kláraði Malaga, 2-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en með sigrinum skaust Real í þriðja sætið. Fyrsta mark leiksins kom á 29. mínútu er Isco skoraði beint úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Isco var einmitt keyptur til Real frá Malaga. Casemiro tvöfaldaði forystuna svo eftir rúman klukkutíma eftir undirbúning Isco en með síðustu spyrnu leiksins minnkaði Diego Rolan muninn fyrir Malaga. Lokatölur 2-1. Real er í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir Atletico sem er í öðru sætinu, og fimmtán stigum á eftir Barcelona sem er á toppnum. Malaga er á botninum með sautján stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn