Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 15:05 Mikill viðbúnaður var í Salisbury eftir eiturárásina 4. mars. Lögreglumaður veiktist heiftarleg og tugir manna leituðu á sjúkrahús. Vísir/AFP Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00