Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 15:05 Mikill viðbúnaður var í Salisbury eftir eiturárásina 4. mars. Lögreglumaður veiktist heiftarleg og tugir manna leituðu á sjúkrahús. Vísir/AFP Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00