Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 15:05 Mikill viðbúnaður var í Salisbury eftir eiturárásina 4. mars. Lögreglumaður veiktist heiftarleg og tugir manna leituðu á sjúkrahús. Vísir/AFP Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00