Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 15:05 Mikill viðbúnaður var í Salisbury eftir eiturárásina 4. mars. Lögreglumaður veiktist heiftarleg og tugir manna leituðu á sjúkrahús. Vísir/AFP Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Breska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi fylgst með Skrípalfeðginunum í að minnsta kosti fimm ár áður en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri í síðasta mánuði. Þá er talið að Rússar hafi verið búnir að gera tilraunir til að ganga úr skugga um að hægt væri að dreifa eitrinu með því að bera það á hurðarhúna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu með upplýsingum bresku leyniþjónustunnar varðandi taugaeitursárásina í Salisbury sem bresk stjórnvöld sendu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Rússneska herleyniþjónustan GRU fylgdist þannig með tölvupóstum Júlíu Skrípal, dóttur Sergei, frá árinu 2013. Mark Sedwill, þjóðaröryggisráðgjafi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, segir í bréfinu til Stoltenberg að „miklar líkur séu á því að rússneska leyniþjónustan telja að minnsta kosti suma liðhlaupa lögmæt skotmörk morðtilræða“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skrípal var rússneskur leyniþjónustumaður en var dæmdur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands árið 2010 í fangasskiptum. Talið er að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum og Júlíu með taugaeitrinu novichok.Gerðu tilraunir með efnavopn og þjálfuðu mannskap Sedwill greinir einnig frá því að breska leyniþjónustan telji að rússnesk stjórnvöld hafi byrjað að gera tilraunir með hvernig væri hægt að dreifa efnavopnum og þjálfa mannskap til að beita þeim frá aldamótum, að því er segir í frétt The Guardian. Þær tilraunir hafi meðal annars verið gerðar á hurðarhúnum. Taugaeitrið sem Skrípalfeðginin komust í snertingu við fannst meðal annars á hurðarhúni húss þeirra í Salisbury. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að tilræðinu. Nú síðast hafa þeir dregið í efa niðurstöðu Efnavopnastofnunarinnar í Haag (OPCW) að taugeitrið hafi verið novichok. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stofnunina ekki hafa staðfest niðurstöður breskra stjórnvalda um ábyrgð Rússa. Þá sakaði Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússa í Bretlandi, bresk stjórnvöld um að eyða sönnunargögnum til að torvelda sjálfstæða rannsókn. Á blaðamannafundi spilaði hann meðal annars upptöku af Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðjast afsökunar á mistökum leyniþjónustunnar í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003. Nær fordæmalaust er að breska leyniþjónustan aflétti leynd af upplýsingum eins og þeim sem nú hafa verið birtar. Ástæðan fyrir því að það var gert í þessu tifelli er sögð að hluta til neitanir Rússa og fullyrðingar þeirra um að aðrir gætu hafa verið að verki.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00