Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 08:36 Breska herþotur voru gerðar út frá Kýpur þegar þær fóru í sprengjuferðir inn í Sýrland í nótt. Vísir/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07