Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 10:54 Franskt flugskeyti hefur sig á loft í nótt. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt. Sýrland Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt.
Sýrland Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira