Óttast blikur á lofti á hægri vængnum um EES Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 14:24 Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið. ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið.
ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07
Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45