Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 08:22 Íbúi í Douma skolaður með vatni eftir það sem er talið hafa verið efnavopnaárás þar 7. apríl. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandaríkjastjórn segist hafa upplýsingar um að sarín- og klórgas hafi verið notað í efnavopnaárás í bænum Douma sem hún fullyrðir að ríkisstjórn Bashars al-Assad hafi staðið að. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svöruðu árásinni í Douma með loftárásum sem beindust gegn getu Assad-stjórnarinnar til að beita efnavopnum á nýjan leik á aðfaranótt laugardags. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að mestu upplýsingarnar séu um klórgasið en einnig séu verulegar vísbendingar um notkun saríngass. Þvert á fullyrðingar Rússa um að sýrlenski herinn hafi náð að skjóta niður meirihluta flugskeyta ríkjanna þriggja sagði bandaríska varnarmálaráðuneytið að þrjú skotmörk hafi verið eyðilögð í gær, án truflana frá Sýrlandsstjórn. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) sagði í gær að hún ætlaði eftir sem áður að fara til Douma til að rannsaka áskanirnar um efnavopnaárásina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði að beiðni Rússa í gær en þeir hafa stutt Assad hernaðarlega. Ráðið hafnaði því að fordæma loftárásir ríkjanna þriggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Assad þau skilaboð í gær að Bandaríkin væru tilbúin að láta til skarar skríða aftur ef hann beitti efnavopnum. Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás. Þrátt fyrir harðorð viðbrögð Rússa og Sýrlandsstjórnar hafa loftárásirnar ekki dregið frekari dilk á eftir sér hingað til og virðast ríkin ekki hafa sérstakan áhuga á að stigmagna átökin við vesturveldin. Ekkert bendir heldur til þess að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætli sér frekari aðgerðir umfram loftárásirnar í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21