Smálán eru ekki rót vandans Benjamín Julian skrifar 15. apríl 2018 12:15 Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun