Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 14:29 Silja Dögg Gunnarsdóttir segist vera ánægð að hafa lagt frumvarpið fram. Vísir/Pjetur/Getty Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30