Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 16:03 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjararáð bera einhverja ábyrgð á uppnámi í kjaraviðræðum ljósmæðra. Vísir/Ernir „Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni. Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Það er ekkert hægt að skýra þetta með öðrum hætti heldur en að þetta sé birtingarmynd kerfislægs kynjamisréttis“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra í þættinum Sprengisandi í dag. Hann var gestur þáttarins ásamt þeim Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, og Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að samningar næðust við ljósmæður sem allra fyrst. „Það er ekki ljósmæðrum að kenna að kjaraviðræður eru í uppnámi. Það sem miklu frekar hefur skapað það eru fordæmalausar hækkanir kjararáðs og launatoppa í viðskiptalífinu“ sagði Logi. Hann sagði það vera mikilvægt að taka málið föstum tökum og hvatti þingmenn til að styðja við þingsályktunartillögu Þorsteins Víglundssonar um bætt kjör kvennastétta.Ummæli heilbrigðisráðherra vandræðaleg Logi talaði um ummæli sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lét falla í fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudag þar sem honum þótti hún gefa í skyn að ljósmæður gætu sjálfum um kennt af því þær hefðu valið vitlaust stéttarfélag. Hann sagði það vera furðulegt að ljósmæður lækkuðu í launum eftir tveggja ára nám og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna þeirra á Landspítalanum. Hann sagði söguna hafa sýnt það að ekki allir skili sér til baka eftir uppsagnir og það hafi legið lengi fyrir að erfið staða væri fyrir höndum þegar kæmi að endurnýjun í stéttinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45