Kanye West vinnur að heimspekiriti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 18:04 Kanye West býr yfir fjölbreyttu áhugasviði en hann hyggst gefa út heimspekilega bók. vísir/getty Rapparinn Kanye West vinnur þessa dagana að heimspekiriti. Bókin heitir Rof í eftirlíkingunni og fjallar um heimspekilegar vangaveltur West um ljósmyndir sem menningarlegt fyrirbæri. West greindi frá heimspekilegum hugrenningum sínum í viðtali við Hollywood reporter á dögunum. „Viðhorf mitt til ljósmynda - og ég er á varðbergi gagnvart ljósmyndum – er að fólk er gjörsamlega heltekið af þeim. Það er vegna þess að þær ræna okkur „núinu“ og fara með okkur, annað hvort til fortíðarinnar eða framtíðarinnar. Stundum eru þær notaðar til skrásetningar og varðveislu minninga en oftast erum við á valdi ljósmyndanna,“ segir West. Hann telur að fólk sé yfir það heila allt of fast í fortíðinni og honum finnst auk þess allt of mikil áhersla lögð á sögu í samfélaginu. Eitt af því sem honum þykir einkar athyglisvert, þessu tengt, er hvernig fatahönnuðir notast við söguna og vísa í sífellu til mismunandi tímabila hennar í fatahönnun sinni. „Við sjáum að skírskotað er til einhverrar tísku frá 1920 eða frá 1940 og þá sérstaklega íþróttafatnaður,“ segir West sem ætti að þekkja ljósmyndun vel í ljósi þess að hann er iðulega myndaður í bak og fyrir vegna frægðar sinnar en auk þess er hann eiginmaður Kim Kardashian West sem er með þekktari konum í skemmtanaiðnaðinum á vorum dögum. Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Rapparinn Kanye West vinnur þessa dagana að heimspekiriti. Bókin heitir Rof í eftirlíkingunni og fjallar um heimspekilegar vangaveltur West um ljósmyndir sem menningarlegt fyrirbæri. West greindi frá heimspekilegum hugrenningum sínum í viðtali við Hollywood reporter á dögunum. „Viðhorf mitt til ljósmynda - og ég er á varðbergi gagnvart ljósmyndum – er að fólk er gjörsamlega heltekið af þeim. Það er vegna þess að þær ræna okkur „núinu“ og fara með okkur, annað hvort til fortíðarinnar eða framtíðarinnar. Stundum eru þær notaðar til skrásetningar og varðveislu minninga en oftast erum við á valdi ljósmyndanna,“ segir West. Hann telur að fólk sé yfir það heila allt of fast í fortíðinni og honum finnst auk þess allt of mikil áhersla lögð á sögu í samfélaginu. Eitt af því sem honum þykir einkar athyglisvert, þessu tengt, er hvernig fatahönnuðir notast við söguna og vísa í sífellu til mismunandi tímabila hennar í fatahönnun sinni. „Við sjáum að skírskotað er til einhverrar tísku frá 1920 eða frá 1940 og þá sérstaklega íþróttafatnaður,“ segir West sem ætti að þekkja ljósmyndun vel í ljósi þess að hann er iðulega myndaður í bak og fyrir vegna frægðar sinnar en auk þess er hann eiginmaður Kim Kardashian West sem er með þekktari konum í skemmtanaiðnaðinum á vorum dögum.
Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira