Píratar kynntu framtíðarsýn sína 16. apríl 2018 06:00 Oddvitar Pírata boðuðu til blaðamannafundar í gær. Vísir/Sigtryggur Píratar telja sig hafa náð að fylgja stefnumálum sínum frá því í síðustu kosningum með því að stofna rafræna þjónustumiðstöð í borginni, festa embætti umboðsmanns borgarbúa varanlega í sessi og endurskoða mannréttindastefnu borgarinnar. Píratar kynntu í gær framtíðarsýn sína á sveitarstjórnarstigi með yfirferð yfir stefnumál sín í Reykjavík frá árinu 2014. Halldór Auðar Svansson, fulltrúi Pírata á sveitarstjórnarstigi, tók saman uppgjörsskýrslu fyrir síðasta kjörtímabil og kynnti í gær helstu niðurstöður skýrslunnar. Píratar vildu að óháð stjórnsýsluúttekt yrði gerð á því hvort spilling væri til staðar innan embættismannakerfis Reykjavíkurborgar og vildu bregðast við ef svo reyndist vera. Innri endurskoðun borgarinnar vinnur nú að mati á misferlisáhættu innan borgarkerfisins. Sérstök áhersla er lögð á að vakta áhættusvið í starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Þá vildu Píratar efla fræðslu um þá valkosti sem bjóðast í hugbúnaðargeiranum, en ekki hefur verið unnið nægilega markvisst að því á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Píratar telja enn vera margt ógert í framkvæmd fjárhagsaðstoðar og annarrar þjónustu, en í skýrslunni segir að bæði starfsfólk Reykjavíkur og notendur kvarti undan of flóknu kerfi á innri vef borgarinnar. „Kallað er bæði eftir aukinni rafrænni þjónustu og góðum mannlegum samskiptum.“ Píratar vildu einnig efla embætti umboðsmanns borgarbúa og að hlutverk þess yrði útvíkkað þannig að borgarar geti leitað þangað með beiðnir um úrbætur í málum og málaflokkum. Í skýrslunni kemur fram að það hafi gengið eftir. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Píratar telja sig hafa náð að fylgja stefnumálum sínum frá því í síðustu kosningum með því að stofna rafræna þjónustumiðstöð í borginni, festa embætti umboðsmanns borgarbúa varanlega í sessi og endurskoða mannréttindastefnu borgarinnar. Píratar kynntu í gær framtíðarsýn sína á sveitarstjórnarstigi með yfirferð yfir stefnumál sín í Reykjavík frá árinu 2014. Halldór Auðar Svansson, fulltrúi Pírata á sveitarstjórnarstigi, tók saman uppgjörsskýrslu fyrir síðasta kjörtímabil og kynnti í gær helstu niðurstöður skýrslunnar. Píratar vildu að óháð stjórnsýsluúttekt yrði gerð á því hvort spilling væri til staðar innan embættismannakerfis Reykjavíkurborgar og vildu bregðast við ef svo reyndist vera. Innri endurskoðun borgarinnar vinnur nú að mati á misferlisáhættu innan borgarkerfisins. Sérstök áhersla er lögð á að vakta áhættusvið í starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Þá vildu Píratar efla fræðslu um þá valkosti sem bjóðast í hugbúnaðargeiranum, en ekki hefur verið unnið nægilega markvisst að því á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Píratar telja enn vera margt ógert í framkvæmd fjárhagsaðstoðar og annarrar þjónustu, en í skýrslunni segir að bæði starfsfólk Reykjavíkur og notendur kvarti undan of flóknu kerfi á innri vef borgarinnar. „Kallað er bæði eftir aukinni rafrænni þjónustu og góðum mannlegum samskiptum.“ Píratar vildu einnig efla embætti umboðsmanns borgarbúa og að hlutverk þess yrði útvíkkað þannig að borgarar geti leitað þangað með beiðnir um úrbætur í málum og málaflokkum. Í skýrslunni kemur fram að það hafi gengið eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira