Ólafur Auðunsson á Stokkseyri gekk fram á dautt marsvín eða grindhval í morgun í Stokkseyrarfjöru.
Dýrið er um 6 metrar að lengd og hefur líklega legið í fjörunni í einhverja daga segir Ólafur.
Ekki er vitað hvað verður um hvalinn, hvort hann verður urðaður á staðnum eða látinn liggja og rotna í fjörunni.
