Guðrún Þ. Stephensen látin Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 23:01 Guðrún Þ. Stephensen, fædd 29. mars 1931, látin 16.apríl 2018. Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Hún fæddist 29. mars 1931 í Reykjavík þar sem hún lést þann 16.apríl 2018. Hún var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðrún Þ. Stephensen, leikkona, er látin 87 ára að aldri. Hún fæddist 29. mars 1931 í Reykjavík þar sem hún lést þann 16.apríl 2018. Hún var frumburður hjónanna Dórótheu Breiðfjörð og Þorsteins Ö. Stephensen. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Hafsteinn Austmann myndlistarmaður. Dætur þeirra eru Dóra og Kristín Hafsteinsdætur. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún hóf strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra hlutverka hennar hjá LR má nefna Madge í Tíminn og við, Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það er kominn gestur, Bessí Burgess í Plógi og stjörnum og tvær kostulegar konur í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi, og er þá aðeins fátt eitt nefnt.Hún var síðan fastráðin við Þjóðleikhúsið um árabil og lék þar á fimmta tug hlutverka. Meðal eftirminnilegra persóna sem hún lék þar eru kerlingin í Gullna hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar, Lóna Hessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í Íslandsklukkunni og Valborg í Valborgu og bekknum. Á síðari árum lék Guðrún meðal annars fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði í Elínu, Helgu, Guðríði, bangsamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðsklúbbnum og Anfísu barnfóstru í Þremur systrum. Síðasta hlutverk Guðrúnar við Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysivinsælu sýningu Manni í mislitum sokkum, en þar lék hún meðal annars með öðrum þekktum leikurum af sinni kynslóð, Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni, Gunnari Eyjólfssyni, Helgu Bachmann, Árna Tryggvasyni og Erlingi Gíslasyni. Hún sat um árabil í þjóðleikhúsráði, starfaði við barnakennslu meðfram leiklistinni, lengst af í Kársnesskóla og lék fjöldann allan af hlutverkum í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.
Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira