Starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni stöðvuð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. apríl 2018 08:58 Ásta Sigurðardóttir hundaræktandi í Dalsmynni. VÍSIR/GVA Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar ehf í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra. Ástæða stöðvunar er að kröfur stofnunarinnar um varanlegar úrbætur hafa ekki verið virtar. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun var það einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna, þar með talið hreinlæti og skráningar. Viðhaldi húsnæðis var sömuleiðis ábótavant. Aðgerðir og áætlanir vegna ormameðhöndlunar hunda ásamt sýnatökum voru sömuleiðis ekki fullnægjandi. Með ákvörðuninni er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð, þ.m.t. innflutningur hunda, pörun, ræktun, got og annað hundahald sem ætlað er til ræktunarinnar eða tengist starfseminni, sem og pössun og geymsla á hundum. Óheimilt verður að nýta húsin undir hundahald nema að undangenginni úttekt stofnunarinnar þar sem viðhald og ástand húsa sem notuð hafa verið undir starfsemina er ekki viðunandi m.t.t. þrifa og sótthreinsunar, sérstaklega út frá smiti með orminum Strongyloides stercoralis. Hundaræktuninni hefur verið veittur frestur til eins mánaðar til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar. Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af starfseminni og um endurtekin brot er að ræða. Dreifingarbanni Matvælastofnunar árið 2014 var aflétt þegar kröfum stofnunarinnar um úrbætur hafði verið sinnt og gripið hafði verið til nauðsynlegra aðgerða til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Eigandi Dalsmynnis mótmælti þessu harðlega á sínum tíma. Frá Dalsmynni.Vísir/Arnar HalldórssonÁður unnið meiðyrðamál vegna gagnrýni Dalsmynni hefur sætt töluverðri gagnrýni síðustu ár, meðal annars fyrir að stunda „hvolpaframleiðslu.“ Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis, vann árið 2009 meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttir vegna ummæla um starfsemina á bloggsíðunni hundaspjall.is. Fjögur ummæli voru dæmd ómerk. Þurfti Hrafnhildur að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað. Ásta fór einnig í meiðyrðamál gegn lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni árið 2014 og krafðist þess að fá tvær milljónir í miskabætur. Var vísað til margvíslegra ummæla sem Árni Stefán hafði látið falla á bloggsíðu sinni, í fjölmiðlum og þættinum Málið. „Hann kallar mig dýraníðing. Það er ekki fallegt orð,“ sagði Ásta í samtali við fréttastofu vegna málsins. Ásta vann málið í Héraðsdómi Reykjaness og var Árni dæmdur fyrir meiðyrði, sjö af níu ummælum voru þó látin standa af Hæstarétti Íslands. Árni Stefán þurfti að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Fer fram á tvær milljónir í miskabætur Í morgun var tekið fyrir meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni. 2. apríl 2014 15:58 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar ehf í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra. Ástæða stöðvunar er að kröfur stofnunarinnar um varanlegar úrbætur hafa ekki verið virtar. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun var það einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna, þar með talið hreinlæti og skráningar. Viðhaldi húsnæðis var sömuleiðis ábótavant. Aðgerðir og áætlanir vegna ormameðhöndlunar hunda ásamt sýnatökum voru sömuleiðis ekki fullnægjandi. Með ákvörðuninni er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð, þ.m.t. innflutningur hunda, pörun, ræktun, got og annað hundahald sem ætlað er til ræktunarinnar eða tengist starfseminni, sem og pössun og geymsla á hundum. Óheimilt verður að nýta húsin undir hundahald nema að undangenginni úttekt stofnunarinnar þar sem viðhald og ástand húsa sem notuð hafa verið undir starfsemina er ekki viðunandi m.t.t. þrifa og sótthreinsunar, sérstaklega út frá smiti með orminum Strongyloides stercoralis. Hundaræktuninni hefur verið veittur frestur til eins mánaðar til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar. Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af starfseminni og um endurtekin brot er að ræða. Dreifingarbanni Matvælastofnunar árið 2014 var aflétt þegar kröfum stofnunarinnar um úrbætur hafði verið sinnt og gripið hafði verið til nauðsynlegra aðgerða til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Eigandi Dalsmynnis mótmælti þessu harðlega á sínum tíma. Frá Dalsmynni.Vísir/Arnar HalldórssonÁður unnið meiðyrðamál vegna gagnrýni Dalsmynni hefur sætt töluverðri gagnrýni síðustu ár, meðal annars fyrir að stunda „hvolpaframleiðslu.“ Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis, vann árið 2009 meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttir vegna ummæla um starfsemina á bloggsíðunni hundaspjall.is. Fjögur ummæli voru dæmd ómerk. Þurfti Hrafnhildur að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað. Ásta fór einnig í meiðyrðamál gegn lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni árið 2014 og krafðist þess að fá tvær milljónir í miskabætur. Var vísað til margvíslegra ummæla sem Árni Stefán hafði látið falla á bloggsíðu sinni, í fjölmiðlum og þættinum Málið. „Hann kallar mig dýraníðing. Það er ekki fallegt orð,“ sagði Ásta í samtali við fréttastofu vegna málsins. Ásta vann málið í Héraðsdómi Reykjaness og var Árni dæmdur fyrir meiðyrði, sjö af níu ummælum voru þó látin standa af Hæstarétti Íslands. Árni Stefán þurfti að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Fer fram á tvær milljónir í miskabætur Í morgun var tekið fyrir meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni. 2. apríl 2014 15:58 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fer fram á tvær milljónir í miskabætur Í morgun var tekið fyrir meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni. 2. apríl 2014 15:58
Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05
„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00
Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52