Ætla að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2018 15:43 „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.“ Vísir/Pjetur Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka lýsa yfir andúð við á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að framkvæmdastjórarnir ásetji sér að vinna gegn öllu slíku og að mikilvægt sé að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að kosningabarátta sé margslungið samtal þjóðarinnar og þar eigi stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. „Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.“ Yfirlýsinguna alla má lesa hér að neðan.Kosningabaráttan - Yfirlýsing frá skrifstofum stjórnmálaflokka.Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast. Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj. Samfylkingar.Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins.Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka lýsa yfir andúð við á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að framkvæmdastjórarnir ásetji sér að vinna gegn öllu slíku og að mikilvægt sé að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að kosningabarátta sé margslungið samtal þjóðarinnar og þar eigi stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. „Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.“ Yfirlýsinguna alla má lesa hér að neðan.Kosningabaráttan - Yfirlýsing frá skrifstofum stjórnmálaflokka.Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast. Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj. Samfylkingar.Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins.Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira