Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Reikningarnir sem deilt var um voru tilkomnir vegna verjendastarfa á rannsóknarstigi. Vísir/eyþór „Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira