Annar strokufangi var tekinn eftir 9 daga leit Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. apríl 2018 06:30 Mikael Már Pálsson hafðist við á Vernd. Vísir/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðastliðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms. Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun. Sakaferill Mikaels spannar rúm 20 ár og hann á að baki hátt á annan tug refsidóma, í flestum tilvikum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 2006 þegar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega hálfu kílói af kókaíni og tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael hefur ítrekað brotið skilyrði reynslulausnar og þá verið gert að afplána eftirstöðvar dóma sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vistmaður á Vernd strýkur án þess að lýst sé eftir honum í fjölmiðlum. Árið 2007 hafði dæmds morðingja verið saknað í fimm daga þegar fjölmiðlar greindu frá því að lögregla leitaði hans, en hann var þá að ljúka afplánun 16 ára dóms fyrir morð sem hann framdi í Heiðmörk ásamt bróður sínum. „Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun og lýst eftir viðkomandi eða gefin út handtökubeiðni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Þetta er ekki hættulegur maður og við sáum ekki ástæðu til þess,“ segir Páll aðspurður um ástæður þess að ekki var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og áréttar að hann hafi ekki strokið úr fangelsi heldur af áfangaheimili. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðastliðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms. Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun. Sakaferill Mikaels spannar rúm 20 ár og hann á að baki hátt á annan tug refsidóma, í flestum tilvikum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 2006 þegar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega hálfu kílói af kókaíni og tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael hefur ítrekað brotið skilyrði reynslulausnar og þá verið gert að afplána eftirstöðvar dóma sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vistmaður á Vernd strýkur án þess að lýst sé eftir honum í fjölmiðlum. Árið 2007 hafði dæmds morðingja verið saknað í fimm daga þegar fjölmiðlar greindu frá því að lögregla leitaði hans, en hann var þá að ljúka afplánun 16 ára dóms fyrir morð sem hann framdi í Heiðmörk ásamt bróður sínum. „Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun og lýst eftir viðkomandi eða gefin út handtökubeiðni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Þetta er ekki hættulegur maður og við sáum ekki ástæðu til þess,“ segir Páll aðspurður um ástæður þess að ekki var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og áréttar að hann hafi ekki strokið úr fangelsi heldur af áfangaheimili.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09
Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00
Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01