Innlent

Spænsk yfirvöld hafa afhent gögn í máli Sunnu Elviru

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Spænsk yfirvöld afhentu í gær lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur.
Spænsk yfirvöld afhentu í gær lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Spænsk yfirvöld afhentu í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða málsgögnin, sem eru á spænsku og ensku, send í þýðingu og eftir það verði hægt að meta hver réttarstaða Sunnu Elviru er hér á landi.

Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi í svokölluðu skásambandsmáli. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt á dögunum og hún kom til landsins með sjúkraflugi fyrir rúmri viku og var lögð inn á Grensás þar sem hún er í endurhæfingu eftir að hún lamaðist við fall á Málaga á Spáni. 

Sigurður Kristinsson hefur setið í gæsluvarðhaldi hér á landi síðan í janúar. Héraðssaksóknari ákærði hann fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks þann 9. apríl síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl næstkomandi, en samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara er ákært fyrir meiriháttar skattalagabrot.

Gæsluvarðhaldi yfir Sigurði rennur út í dag en fyrir hádegi var ekki ljóst hvort farið yrði fram á framhald á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×