Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 16:30 Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. Vísir/AFP Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira