Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.
Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins.
Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru.
Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt.
Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum.
Brátt sér fyrir endann á deilu um fjögurra bita súkkulaðikex
