Brátt sér fyrir endann á deilu um fjögurra bita súkkulaðikex Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:10 Vitneskja Evrópubúa um fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle er sögð ekki nægja til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Vísir/Getty Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lögfræðilegur ráðgjafi hefur beint því til dómara við æðsta dómstig Evrópusambandsins að hafna áfrýjun svissneska matvælaframleiðandans Nestle vegna máls sem varðar skrásetningu á KitKat-súkkulaðikexinu sem vörumerki innan Evrópusambandsins.Greint er frá þessu á vef Reuters en þessi deila um einkarétt Nestle fjögurra bita súkkulaðikexi hefur staðið yfir í áratug. Keppinautur Nestle, Mondelez, hefur vefengt þennan einkarétt Nestle á framleiðslu á fjögurra bita súkkulaðikexi innan Evrópusambandsins. Nú hefur lögfræðilegur ráðgjafi efsta stigs Evrópudómstólsins, Melchior Wathelet, ráðlagt dómurum að láta dóm neðri dómstiga Evrópudómstólsins í þessu máli standa. Í þeim dómi kom fram að vitneskja Evrópubúa á fjögurra stykkja súkkulaðikexköku Nestle væri ekki nóg til að réttlæta einkarétt fyrirtækisins á þeirri vöru. Reuters tekur fram að venjulega fari dómarar eftir áliti ráðgjafa dómsins, þó það sé ekki algilt. Nestle hefur einnig vefengt einkarétt Mondelez í Bretlandi á fjólubláum umbúðum sem eru utan um Cadbury´s Daily mjólkursúkkulaðistykkjunum.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent