Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 18:30 Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45