Sport

Annie Mist, Katrín Tanja og Björgvin Karl unnu sína flokka

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Annie Mist lyfti og lyfti og stóð að lokum uppi sem sigurvegari.
Annie Mist lyfti og lyfti og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Skjáskot
Opna mótið í Crossfit er nú yfirstaðið og er óhætt að segja að íslenskir keppendur hafi gert það gott á mótinu. Annie Mist Þórisdóttir vann sína deild á mótinu, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir lenti í þriðja sæti í sömu deild. Björk Óðinsdóttir lenti svo í sjötta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir í því níunda. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann einnig sína deild. Annie Mist, Ragnheiður Sara og Katrín Tanja röðu sér í þriðja, fjórða og fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra.

Björgvin Karl Guðmundsson vann einnig sína deild á mótinu. Sigurður Þrastarson lenti í sjöunda sæti og Árni Björn Kristjánsson í því tuttugasta í sömu deild. Þess má einnig geta að Fredrik Aegidius, kærasti Anniear sem æfir hér á landi, landaði sjötta sætinu í sömu deild.

Umdæmakeppnirnar (e.Regionals) fara svo fram á tímabilinu 13.maí til 4.júní og því spennandi að sjá hvaða íslensku keppendur tryggja sér miða á heimsleikana sem fara fram í Madison í Wisconsin héraði í Bandaríkjunum 1.-4. ágúst.

Björgvin Karl Guðmundsson.Instagram/@bk_gudmundsson

Tengdar fréttir

Annie Mist öflugasta dóttirin í nótt

Annie Mist Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í nótt þegar fimmta æfingaröðin svokallaða, sem er undanfari heimsleikanna í CrossFit, var kynnt í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×