Fyrrverandi einræðisherra Gvatemala sem framdi þjóðarmorð látinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 19:07 Ríos Montt við réttarhöld árið 2013. Hann þurfti aldrei að sæta afleiðingum gjörða sinna. Vísir/AFP Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar. Andlát Gvatemala Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra Gvatemala, sem var við völd á blóðugasta skeiði borgarastríðsins sem geisaði í Mið-Ameríkulandinu er látinn, 91 árs að aldri. Hann var dæmdur fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir fimm árum. Lögmaður Ríos Montt greindi frá andláti einræðisherrans í dag, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Ríos Montt hrifsaði völdin í Gvatemala í valdaráni árið 1982. Hans fyrstu verk voru að fella stjórnarskrá landsins úr gildi, leysa upp þingið og hefja blóðuga herferð til að uppræta uppreisn marxískra skæruliða. Þúsundir landsmanna voru myrtir á hrottalegan hátt í valdatíð Ríos Montt. Líkum margra þeirra var hent í fjöldagrafir en önnur voru látin hverfa. Sannleiksnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að verstu voðaverk borgarastríðsins sem geisaði frá 1960 til 1996 hefðu verið framin í valdatíð Ríos Montt. Ríos Montt naut engu að síður stuðnings Bandaríkjanna sem héldu þá uppi einræðisherrum í Rómönsku Ameríku til að halda vinstrisinnuðum uppreisnaröflum í skefjum í heimshlutanum. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kallaði Ríos Montt meðal annars „mann mikilla persónulegra heilinda og staðfestu“. Annað valdarán árið 1983 hrakti Ríos Montt frá völdum. Hann hélt þó áfram þátttöku í stjórnmálum og stofnaði eigin íhaldsflokk árið 1990. Ríos Montt komst meðal annars á þing í kringum aldamót og bauð sig fram til forseta árið 2003 eftir að lögum sem meinuðu honum það var breytt.Dæmdur en dómurinn ógilturÞingmennskan veitti Ríos Montt friðhelgi fyrir saksókn vegna glæpa sem framdir voru í stjórnartíð hans. Hann var settur í stofufangelsi árið 2011 þegar hann náði ekki endurkjöri. Dóminn fyrir þjóðarmorð hlaut Ríos Montt vegna fjöldamorðs stjórnarhermanna á 1.771 Ixil maya-frumbyggja í þorpinu Xecax árið 1982. Hermennirnir sökuðu þorpsbúa um að skjóta skjólshúsi yfir marxíska skæruliða. Lík margra þorpsbúa voru brennd og þeim hent í fjöldagrafir. Við réttarhöldin bar fjöldi fólks vitni um nauðganir, fjöldamorð, nauðungarflutninga og fleiri glæpi hermanna Ríos Montt. Hann var dæmdur í áttatíu ára fangelsi þrátt fyrir að hann hanfaði allri sök. Síðar var dómurinn hins vegar ógiltur vegna ágalla á málsmeðferðinni. Ný réttarhöld yfir Ríos Montt hófust í október. Lögmenn hans höfðu þá tafið málið á meðan þeir héldu því fram að hann væri of ellihrumur til að hægt væri að rétta yfir honum. Ólíkt fórnarlömbum sínum segir lögmaður Ríos Montt að hann hafi andast í friði, umkringdur fjölskyldu sinni. Talið er að 200.000 manns hafi verið drepnir í borgarastríðinu í Gvatemala. Meirihluti þeirra látnu voru maya-frumbyggjar.
Andlát Gvatemala Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira