Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. apríl 2018 20:10 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25