Metaukning í sölu öryggiskerfa fyrir heimili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 20:00 Metaukning hefur verið í sölu á öryggiskerfum fyrir heimili á fyrstu mánuðum þessa árs. Talsmenn öryggisfyrirtækja segja að aukninguna megi einkum rekja til innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu, vitundarvakningar og nýrrar tækni í öryggisbúnaði. Talsvert hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu en það hafa fyrirtæki sem selja öryggiskerfi orðið vör við í sinni starfsemi. Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Öryggismiðstöðinni, segir fyrirtækið vart hafa undan við að setja upp öryggiskerfi á heimilum, svo mikil sé eftirspurnin. „Eftirspurnin er að aukast og við höfum sett upp mun fleiri kerfi áheldur en að við höfum gert á sama tíma [í fyrra] það sem af er þessu ári. Þetta eru held ég 150 innbrot sem er búið að tilkynna hér á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og ég held að þetta sé metfjöldi síðustu fimm árin,“ segir Auður Lilja. Hún segir innbrotahrinuna þó líklega ekki vera einu skýringuna þótt eflaust vegi hún þungt. „Ef það er brotist inn þá auðvitað er það að snerta marga, það er að snerta fjölskyldumeðlimi, það er að snerta nágrannana, það eru vinnufélagarnir og svo framvegis. Og fólk er meira að huga að því að fá sér kerfi áður en það er brotist inn.“ Þá hafi ný tækni í öryggisbúnaði einnig notið aukinna vinsælda. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, tekur í svipaðan streng en hann segir eftirspurn eftir þjónustunni hafi aukist verulega frá því í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé svona næstum því tvöföldun, á símtölum og svo heimsóknum okkar þar sem við erum að skoða heimili og aðstoða fólk, þetta er sirka tvöföldun miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Hjörtur Freyr. Ýmsir þættir kunni að skýra þessa aukningu en eitt standi þó upp úr að sögn Hjartar. „Ég held að það sé nú fyrst og fremst þessi innbrotafaraldur og umræða um innbrot sem er að valda þessum aukna áhuga.“ Tengdar fréttir Lögreglan biður fólk að láta vita um grunsamlegar mannaferðir Segja betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan. 28. mars 2018 17:20 Lögregla auglýsir tugi haldlagðra muna á Pinterest Fyrir skemmstu lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á töluvert magn muna, sem talið er að tengist innbrotum sem framin hafa verið nýverið. 30. mars 2018 11:28 Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Metaukning hefur verið í sölu á öryggiskerfum fyrir heimili á fyrstu mánuðum þessa árs. Talsmenn öryggisfyrirtækja segja að aukninguna megi einkum rekja til innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu, vitundarvakningar og nýrrar tækni í öryggisbúnaði. Talsvert hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu en það hafa fyrirtæki sem selja öryggiskerfi orðið vör við í sinni starfsemi. Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Öryggismiðstöðinni, segir fyrirtækið vart hafa undan við að setja upp öryggiskerfi á heimilum, svo mikil sé eftirspurnin. „Eftirspurnin er að aukast og við höfum sett upp mun fleiri kerfi áheldur en að við höfum gert á sama tíma [í fyrra] það sem af er þessu ári. Þetta eru held ég 150 innbrot sem er búið að tilkynna hér á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og ég held að þetta sé metfjöldi síðustu fimm árin,“ segir Auður Lilja. Hún segir innbrotahrinuna þó líklega ekki vera einu skýringuna þótt eflaust vegi hún þungt. „Ef það er brotist inn þá auðvitað er það að snerta marga, það er að snerta fjölskyldumeðlimi, það er að snerta nágrannana, það eru vinnufélagarnir og svo framvegis. Og fólk er meira að huga að því að fá sér kerfi áður en það er brotist inn.“ Þá hafi ný tækni í öryggisbúnaði einnig notið aukinna vinsælda. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, tekur í svipaðan streng en hann segir eftirspurn eftir þjónustunni hafi aukist verulega frá því í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé svona næstum því tvöföldun, á símtölum og svo heimsóknum okkar þar sem við erum að skoða heimili og aðstoða fólk, þetta er sirka tvöföldun miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Hjörtur Freyr. Ýmsir þættir kunni að skýra þessa aukningu en eitt standi þó upp úr að sögn Hjartar. „Ég held að það sé nú fyrst og fremst þessi innbrotafaraldur og umræða um innbrot sem er að valda þessum aukna áhuga.“
Tengdar fréttir Lögreglan biður fólk að láta vita um grunsamlegar mannaferðir Segja betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan. 28. mars 2018 17:20 Lögregla auglýsir tugi haldlagðra muna á Pinterest Fyrir skemmstu lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á töluvert magn muna, sem talið er að tengist innbrotum sem framin hafa verið nýverið. 30. mars 2018 11:28 Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Lögreglan biður fólk að láta vita um grunsamlegar mannaferðir Segja betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan. 28. mars 2018 17:20
Lögregla auglýsir tugi haldlagðra muna á Pinterest Fyrir skemmstu lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á töluvert magn muna, sem talið er að tengist innbrotum sem framin hafa verið nýverið. 30. mars 2018 11:28
Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38