Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:16 Karlar sem vilja sænga hjá öðrum körlum hafa einna helst nýtt sér þjónustu smáforritsins. Vísir/Getty Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira