Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:16 Karlar sem vilja sænga hjá öðrum körlum hafa einna helst nýtt sér þjónustu smáforritsins. Vísir/Getty Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja utanaðkomandi fyrirtækja. Forsvarsmenn Grindr segjast einfaldlega hafa viljað bæta þjónustu forritsins og því ákveðið að deila upplýsingunum til fyrirtækjanna tveggja, Apptimize og Logalytics. Þar að auki séu slíkar deilingar alvanalegar í þessum bransa, eins og mál Facebook og Cambridge Analytica sýni og sanni. Allar upplýsingarnar hafi verið dulkóðaðar og fyrirtækjunum tveimur gert að undirrita ítarlega skilmála. Grindr hefur þó ákveðið að hverfa af þessari braut en bendir jafnframt á að Grindr er opinber vettvangur. Allar upplýsingar sem notendur setji sjálfviljugir þangað inn séu því gögn sem aðrir geti notfært sér.Norski rannsóknarhópurinn Sintef fletti ofan af málinu sem þykir sérlega óþægilegt fyrir Grindr, sem notið hefur töluverðrar vinsælda meðal sam- og tvíkynhneigðra karlmanna í gegnum árin. Stefnumótaforritið gerði notendum kleift að deila með öðrum hvort þeir væru HIV-smitaðir og hvenær þeir fóru síðast í kynsjúkdómapróf. Rannsóknarhópurinn sagði að þegar upplýsingar um staðsetningu notenda og netföng þeirra bættust við væri í raun hægðarleikur að komast að því hverjir notendurnir væru, sem alla jafna ganga undir dulefnunum í forritinu. Notendur forritsins eru margir æfir vegna málsins og hafa þeir úthúðað Grindr á netinu. „Þið ættuð bara að loka búllunni núna,“ skrifaði einn við færslu Grindr á Tumblr. „Öllum er sama um tilraunir ykkar og staðla. Þið svikuð hinsegin samfélagið,“ skrifar annar.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira