Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 14:15 Sigrún Sigurpálsdóttir fann flöskuskeytið í gær en það var afar rammgert eins og sést og tók það hana og fjölskylduna um 40 mínútur að opna það. Inni í því leyndist svo vínylplata með Ásgeiri Trausta. sigrún sigurpálsdóttir Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. Sigrún er með fjölda fylgjenda á Snapchat og sýndi frá því á snappinu þegar hún fann skeytið og opnaði það. Það var í nóvember í fyrra sem Ásgeir Trausti varpaði skeytinu í hafið úr þyrlu skammt vestur af Reykjanesskaga. Um var að ræða sérstakt flöskuskeyti sem var hannað og smíðað af verkfræðistofunni Verkís. Staðsetningarbúnaður var á skeytinu svo hægt var að fylgjast vel með ferðum þess. Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi verið bróðir hennar, Hilmar Sigurpálsson, sem hafi hringt í hana og sagt henni að skeytið hafi rekið á land rétt fyrir utan Breiðdalsvík. „Hann er búinn að vera að fylgjast með þessu skeyti og öllu þessu ferli frá upphafi. Hann var búinn að sjá að það var komið í fjöruna þarna rétt fyrir utan Breiðdalsvík en fyrst þegar hann hringdi í mig þá var ég ekki í bænum og gat ekki farið að skoða þetta. Við héldum því að við myndum missa af þessu en svo hringdi hann í mig í fyrradag og þá var þetta ennþá á sama stað,“ segir Sigrún.Platan alveg heil og í toppstandi Það hafi því verið nokkuð ljóst að þetta væri ekki að fara út á haf aftur og hélt hún því af stað með börnum sínum og sambýlismanni til að ná í skeytið. Sigrún segist hafa séð skeytið frá þjóðveginum og hún hafi ekki þurft að labba meira en 100 metra til að komast að því. Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem Sigrún og fjölskylda opna skeytið var það ansi rammgert og plötunni pakkað vel inn svo hún myndi nú ekki skemmast í sjónum. Hún segir að það hafi tekið þau um 40 mínútur að opna skeytið. „Þetta var mjög vel hannað hjá þeim og platan alveg stráheil og toppstandi,“ segir Sigrún. Sjálf segist hún alltaf hafa verið hrifin af tónlist Ásgeirs Trausta en Hilmar bróðir hennar sé þó mun meiri aðdáandi.Hér sést leiðin sem skeytið fór síðustu mánuði.mynd/verkísMjög skemmtilegt að heyra löginEn á hún plötuspilara og er búin að hlusta á plötuna? „Nei, ég á ekki plötuspilara en ég var hérna yfir á Bókakaffi á Egilsstöðum og var að hlusta á þessi lög. Það var mjög skemmtilegt að heyra þetta. Þetta er svona hrá útgáfa, tekin upp á þessum 24 klukkustundum, 30 plötur, og það er líka svo magnað við þetta, þetta er mjög fallegt.“ Á plötunni má finna lögin Hljóða nótt og Hærra sem komu út á fyrstu plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, en skeytið var hluti af fjársjóðsleit sem tónlistarmaðurinn stóð fyrir um heim allan og kallaðist Album in a Bottle.Lögin tók hann sérstaklega upp þegar hann varði heilum sólarhring í hljóðveri síðasta sumar og var sýnt beint frá upptökunum á RÚV. Var verkefnið samstarfsverkefni Ásgeirs Trausta, Verkís, Ævars vísindamanns og KrakkaRÚV. Á frétt á vef Verkís kemur fram að verkefninu sé ætlað „að vekja athygli á sjávarmengun, einkum plastmengun, með því að sýna fram á að það sem fer í sjóinn hverfur ekki, heldur ferðast um heimsins höf og rekur á strendur annars staðar.“ Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Ásgeiri Tónlistarmaðurinn Ásgeir var að senda frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. 17. mars 2017 15:04 Bein útsending: Ásgeir Trausti tekur upp eins margar vínylplötur og hann getur Ásgeir sýnir beint frá ferlinu á YouTube rás sinni. 5. júlí 2017 18:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. Sigrún er með fjölda fylgjenda á Snapchat og sýndi frá því á snappinu þegar hún fann skeytið og opnaði það. Það var í nóvember í fyrra sem Ásgeir Trausti varpaði skeytinu í hafið úr þyrlu skammt vestur af Reykjanesskaga. Um var að ræða sérstakt flöskuskeyti sem var hannað og smíðað af verkfræðistofunni Verkís. Staðsetningarbúnaður var á skeytinu svo hægt var að fylgjast vel með ferðum þess. Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi verið bróðir hennar, Hilmar Sigurpálsson, sem hafi hringt í hana og sagt henni að skeytið hafi rekið á land rétt fyrir utan Breiðdalsvík. „Hann er búinn að vera að fylgjast með þessu skeyti og öllu þessu ferli frá upphafi. Hann var búinn að sjá að það var komið í fjöruna þarna rétt fyrir utan Breiðdalsvík en fyrst þegar hann hringdi í mig þá var ég ekki í bænum og gat ekki farið að skoða þetta. Við héldum því að við myndum missa af þessu en svo hringdi hann í mig í fyrradag og þá var þetta ennþá á sama stað,“ segir Sigrún.Platan alveg heil og í toppstandi Það hafi því verið nokkuð ljóst að þetta væri ekki að fara út á haf aftur og hélt hún því af stað með börnum sínum og sambýlismanni til að ná í skeytið. Sigrún segist hafa séð skeytið frá þjóðveginum og hún hafi ekki þurft að labba meira en 100 metra til að komast að því. Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem Sigrún og fjölskylda opna skeytið var það ansi rammgert og plötunni pakkað vel inn svo hún myndi nú ekki skemmast í sjónum. Hún segir að það hafi tekið þau um 40 mínútur að opna skeytið. „Þetta var mjög vel hannað hjá þeim og platan alveg stráheil og toppstandi,“ segir Sigrún. Sjálf segist hún alltaf hafa verið hrifin af tónlist Ásgeirs Trausta en Hilmar bróðir hennar sé þó mun meiri aðdáandi.Hér sést leiðin sem skeytið fór síðustu mánuði.mynd/verkísMjög skemmtilegt að heyra löginEn á hún plötuspilara og er búin að hlusta á plötuna? „Nei, ég á ekki plötuspilara en ég var hérna yfir á Bókakaffi á Egilsstöðum og var að hlusta á þessi lög. Það var mjög skemmtilegt að heyra þetta. Þetta er svona hrá útgáfa, tekin upp á þessum 24 klukkustundum, 30 plötur, og það er líka svo magnað við þetta, þetta er mjög fallegt.“ Á plötunni má finna lögin Hljóða nótt og Hærra sem komu út á fyrstu plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, en skeytið var hluti af fjársjóðsleit sem tónlistarmaðurinn stóð fyrir um heim allan og kallaðist Album in a Bottle.Lögin tók hann sérstaklega upp þegar hann varði heilum sólarhring í hljóðveri síðasta sumar og var sýnt beint frá upptökunum á RÚV. Var verkefnið samstarfsverkefni Ásgeirs Trausta, Verkís, Ævars vísindamanns og KrakkaRÚV. Á frétt á vef Verkís kemur fram að verkefninu sé ætlað „að vekja athygli á sjávarmengun, einkum plastmengun, með því að sýna fram á að það sem fer í sjóinn hverfur ekki, heldur ferðast um heimsins höf og rekur á strendur annars staðar.“
Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Ásgeiri Tónlistarmaðurinn Ásgeir var að senda frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. 17. mars 2017 15:04 Bein útsending: Ásgeir Trausti tekur upp eins margar vínylplötur og hann getur Ásgeir sýnir beint frá ferlinu á YouTube rás sinni. 5. júlí 2017 18:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hlustaðu á nýja lagið með Ásgeiri Tónlistarmaðurinn Ásgeir var að senda frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. 17. mars 2017 15:04
Bein útsending: Ásgeir Trausti tekur upp eins margar vínylplötur og hann getur Ásgeir sýnir beint frá ferlinu á YouTube rás sinni. 5. júlí 2017 18:18