Fótbolti

Aðeins sex félög skorað meira en Ronaldo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo var frábær í gærkvöld
Ronaldo var frábær í gærkvöld vísir/getty
Portúgalinn Cristiano Ronaldo setti í gær nýtt met í Meistaradeild Evrópu þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu keppninnar til þess að skora mörk í 10 leikjum í röð.

Metið var ekki það fyrsta sem Ronaldo setur í keppninni, en hann virðist kunna einstaklega vel við sig í Meistaradeildinni.

Hann á nú sjö met tengd markaskorun í keppninni en Portúgalinn varð fyrsti leikmaðurinn til þess að; skora 100 mörk, skora 50 mörk í útsláttarkeppninni, skora þrennu í tveimur leikjum í röð í útsláttarkeppninni, skora í þremur úrslitaleikjum, skora í öllum leikjum riðlakeppninnar á einu tímabili og skora 100 mörk fyrir sama félagið.

Þá hefur hann skorað fleiri mörk en flest félög í Evrópu í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Aðeins sex félög hafa skorað fleiri mörk en Ronaldo á því stigi keppninnar. Það eru Real Madrid, Bayern Münich, Barcelona, Manchester United, Chelsea og Juventus.

Real Madrid vann Juventus 0-3 á Ítalíu í gærkvöld í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar og er komið með annan fótinn í undanúrslitin.



 





 


Tengdar fréttir

Zidane: Mitt mark var betra

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum fótboltaáhugamanni að Cristiano Ronaldo skoraði stórbrotið mark í sigri Real Madrid á Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×