Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. apríl 2018 08:00 Auglýsingabannið felur í sér mismunun gagnvart innlendum framleiðendum og fjölmiðlum, segir Ólafur. Vísir/ERNIR Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00