Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 13:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir. Youtube/CrossFit® „Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
„Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira