Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 13:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir. Youtube/CrossFit® „Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
„Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira