Innlent

Innkalla bjór vegna gleragna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stella Artois í gleri.
Stella Artois í gleri. Vísir.
Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Stella Artois.

Best fyrir og aðrar rekjanleikaupplýsingar:

20/5/18, pökkunarnúmer 49, tímastimpill á flösku milli 08:00-23:59.

21/5/18, pökkunarnúmer 49, tímastimpill á flösku milli 00:00-01:00.

Nettómagn: 330 ml.

Umbúðir: Gler.

Framleiðandi: AB InBev.

Framleiðsluland: Belgía.

Innflytjandi: Vínnes ehf., Skútuvogi 1F, 104 Reykjavík.

Dreifing: Vínbúðir ÁTVR um allt land, Fríhöfnin, veitingastaðir.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Vínnes ehf. í síma 580 3800 og í gegnum netfangið info@vinnes.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×