Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 82-89 | Stólarnir stálu sigri í Seljaskóla Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 4. apríl 2018 23:00 Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í leiknum í kvöld Vísir/Eyþór ÍR og Tindastóll mættust í kvöld á heimavelli ÍR í Hertz hellinum í Breiðholti. Heimamenn voru án Ryan Taylor sem, eins og frægt er orðið, tók út leikbann. Ljóst var fyrirfram að það yrði sérstaklega slæmt fyrir ÍR að vera án Taylor í viðureignum á móti Tindastól, þar sem vandséð væri hver í ÍR liðinu ætti að hafa gætur á hinum gríðar sterka Antonio Hester í liði Tindastóls í fjarveru Taylor. Strax í byrjun varð það ljóst að Hester myndi verða heimamönnum erfiður en hann skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta þar sem gestirnir í Tindastól voru sterkari aðilinn. Tindastóll hélt frumkvæðinu í leiknum í öðrum leikhluta og bættu í eftir því sem leið á. Þegar munurinn var hvað mestur var hann orðinn 16 stig og útlitið ekki gott fyrir ÍR. Sterkur lokakafli heimamanna í leikhlutanum sá til þess að þeim tókst að minnka muninn niður í átta stig þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri þar sem Stólarnir skoruðu fyrst og tóku frumkvæðið og voru ávallt skrefi á undan heimamönnum í sínum aðgerðum, náðu mest 18 stiga forskoti í leikhlutanum. Fyrir lokaleikhlutann var munurinn 12 stig eftir góðan kafla ÍR undir lok þriðja leikhluta. Í 4. leikhluta tóku heimamenn gott áhlaup og komu muninum niður í aðeins sjö stig. Furðu vakti hvað Isreal Martin þjálfari Tindastóls hélt Antonio Hester lengi utan vallar á þessum tímapunkti. Hann kom þó á endanum inná ásamt Sigtryggi Arnari Björnssyni sem lét vel til sín taka og skoraði nokkrar glæsilegar körfur langt utan af velli fyrir gestina. Þetta voru körfur af þeirri tegund sem gera meira en bara setja stig á töfluna, svokallaðir rýtingar sem draga mátt úr andstæðingnum. Þrátt fyrir hetjulega baráttu ÍR á lokamínútunum virtustu Tindasólsmenn ávallt eiga vopn í vopnabúri sýnu til að svara heimamönnum. Það fór því svo að lokum að gestirnir frá Sauðárkróki sigruðu verðskuldað í leik sem þeir leiddu allt frá upphafi til enda. Tindastólsmenn taka því forystu í einvíginu og halda heim á leið í Skagafjörðinn.Afhverju vann Tindastóll? Liðið tók strax frumkvæðið í leiknum, náði forystunni og hélt henni allt til enda. Í raun má segja að þeir hefðu hæglega getað gengið frá leiknum fyrr, enda náðu þeir tvisvar 16 og 18 stiga forskoti. Liðið spilaði góðan sóknarleik á löngum köflum og hitti vel úr skotunum sínum. Liðið nýtti breidd sína vel og til marks um það komu 11 leikmenn við sögu hjá þeim. Þá var varnaleikur liðsins nokkuð góður í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði var Sigtryggur Arnar Björnsson magnaður í liði Tindastóls. Hann dansaði oft með boltann fram og til baka áður en hann hleypti af þriggja stiga skotum sem ÍR liðið fann verulega fyrir. Einnig var Antonio Hester góður og í raun vakti það furðu hvað hann var lengi utan vallar í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta. Í liði ÍR var Danero Thomas atkvæðamestur og gerði hvað hann gat til að halda sínum mönnum inn í leiknum.Hvað gekk illa? ÍR liðinum gekk illa að ráða við Antonio Hester til að byrja með í leiknum, þeir fundu þó leið til þess eftir því sem leið á leikinn, kannski hjálpaði þjálfari Tindastóls þeim með það. Gestunum í Tindastól gekk illa að ganga frá leiknum þrátt fyrir að virðast hafa fjölmörg tækifæri til þess.Hvað gerist næst? Liðin mætast á gríðar sterkum heimavelli Tindastóls á Sauðárkróki. Þar verða ÍR-ingar áfram án Ryan Taylor og þurfa að eiga sinn besta leik þar ef þeir vilja ekki vera í þeirri stöðu að eiga hættu á því detta út á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna.ÍR-Tindastóll 82-89 (13-22, 17-16, 16-20, 36-31) ÍR: Danero Thomas 33/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 13/9 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/8 fráköst, Trausti Eiríksson 6, Kristinn Marinósson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Daði Berg Grétarsson 4, Sveinbjörn Claessen 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Antonio Hester 20/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 10/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 9, Axel Kárason 7/8 fráköst, Chris Davenport 2/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 2/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2.Sigtryggur Arnar: Bjuggumst við ÍR liðinu svona Sigtryggur Arnar Björnsson leikmaður Tindastóls sagði það ekki hafa verið erfitt fyrir liðið að halda sér á tánum þrátt fyrir það hefði verið í löngu fríi eftir að hafa sópað Grindavík út í þremur leikjum fyrir Páska. „Við héldum okkur á tánum með því að æfa stíft í páskafríinu, taka vel á því á æfingum og berja á hvor öðrum, það skilað sér hérna í kvöld í baráttu leik eins og þessum.“ Aðspurði að því hvort ÍR lið hefði komið honum á óvart í leiknum sagði hann svo ekki vera. „Nei við bjuggumst við þessum leik frá þeim, þeir berjast fyrir öllum sóknarfráköstum og fara allir fimm í öll fráköst sem skilar þeim mikið af auka tilraunum í sókninni. Einnig vissum við að Danero Thomas yrði atkvæðamikill í fjarveru Ryan Taylor eins og raunin varð í kvöld.“ Sigtryggur sagði mikilvægi leiksins eðlilega hafa verið mikið. „Þessi leikur skipti öllu máli, núna erum við komnir með heimavallarréttinn og eigum einn leik eftir án Ryan Taylor. Núna förum heim á völlinn okkar. Við munum svo snúa aftur hingað og reyna það sem við getum til að klára þetta.“ Sagði Sigtryggur Arnar Björnsson sem eins og áður sagði spilaði einstaklega vel fyrir gestina í kvöld þar sem hann á köflum sett á sannkallaða sýningu.Hester: Óheppilegt að þeir séu án Taylor Antonio Hester leikmaður Tindasóls sagði leikinn hafa unnist á vörninni. „Vörnin okkar kom sterk inn í seinn hálfleik og það skilað okkur sigrinum hérna í kvöld. Við töluðum um það í hálfleik að bæta vörnin í seinni hálfleik og það gekk eftir, það var lykillinn að sigrinum okkar í kvöld.“ Hester sagði næsta leik mikilvægan fyrir sína menn. Það er ópheppilegt að þeir séu án Taylor en við verðum að nýta okkur það, eins og við gerðum í kvöld, heima á Sauðárkróki í næsta leik, ef við gerum það getum við komið aftur hingað í góðri stöðu til að klára einvígið,“ sagði hin gríðar sterki leikmaður Tindastóls Antonio Hester að leik loknum. Dominos-deild karla
ÍR og Tindastóll mættust í kvöld á heimavelli ÍR í Hertz hellinum í Breiðholti. Heimamenn voru án Ryan Taylor sem, eins og frægt er orðið, tók út leikbann. Ljóst var fyrirfram að það yrði sérstaklega slæmt fyrir ÍR að vera án Taylor í viðureignum á móti Tindastól, þar sem vandséð væri hver í ÍR liðinu ætti að hafa gætur á hinum gríðar sterka Antonio Hester í liði Tindastóls í fjarveru Taylor. Strax í byrjun varð það ljóst að Hester myndi verða heimamönnum erfiður en hann skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta þar sem gestirnir í Tindastól voru sterkari aðilinn. Tindastóll hélt frumkvæðinu í leiknum í öðrum leikhluta og bættu í eftir því sem leið á. Þegar munurinn var hvað mestur var hann orðinn 16 stig og útlitið ekki gott fyrir ÍR. Sterkur lokakafli heimamanna í leikhlutanum sá til þess að þeim tókst að minnka muninn niður í átta stig þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri þar sem Stólarnir skoruðu fyrst og tóku frumkvæðið og voru ávallt skrefi á undan heimamönnum í sínum aðgerðum, náðu mest 18 stiga forskoti í leikhlutanum. Fyrir lokaleikhlutann var munurinn 12 stig eftir góðan kafla ÍR undir lok þriðja leikhluta. Í 4. leikhluta tóku heimamenn gott áhlaup og komu muninum niður í aðeins sjö stig. Furðu vakti hvað Isreal Martin þjálfari Tindastóls hélt Antonio Hester lengi utan vallar á þessum tímapunkti. Hann kom þó á endanum inná ásamt Sigtryggi Arnari Björnssyni sem lét vel til sín taka og skoraði nokkrar glæsilegar körfur langt utan af velli fyrir gestina. Þetta voru körfur af þeirri tegund sem gera meira en bara setja stig á töfluna, svokallaðir rýtingar sem draga mátt úr andstæðingnum. Þrátt fyrir hetjulega baráttu ÍR á lokamínútunum virtustu Tindasólsmenn ávallt eiga vopn í vopnabúri sýnu til að svara heimamönnum. Það fór því svo að lokum að gestirnir frá Sauðárkróki sigruðu verðskuldað í leik sem þeir leiddu allt frá upphafi til enda. Tindastólsmenn taka því forystu í einvíginu og halda heim á leið í Skagafjörðinn.Afhverju vann Tindastóll? Liðið tók strax frumkvæðið í leiknum, náði forystunni og hélt henni allt til enda. Í raun má segja að þeir hefðu hæglega getað gengið frá leiknum fyrr, enda náðu þeir tvisvar 16 og 18 stiga forskoti. Liðið spilaði góðan sóknarleik á löngum köflum og hitti vel úr skotunum sínum. Liðið nýtti breidd sína vel og til marks um það komu 11 leikmenn við sögu hjá þeim. Þá var varnaleikur liðsins nokkuð góður í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði var Sigtryggur Arnar Björnsson magnaður í liði Tindastóls. Hann dansaði oft með boltann fram og til baka áður en hann hleypti af þriggja stiga skotum sem ÍR liðið fann verulega fyrir. Einnig var Antonio Hester góður og í raun vakti það furðu hvað hann var lengi utan vallar í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta. Í liði ÍR var Danero Thomas atkvæðamestur og gerði hvað hann gat til að halda sínum mönnum inn í leiknum.Hvað gekk illa? ÍR liðinum gekk illa að ráða við Antonio Hester til að byrja með í leiknum, þeir fundu þó leið til þess eftir því sem leið á leikinn, kannski hjálpaði þjálfari Tindastóls þeim með það. Gestunum í Tindastól gekk illa að ganga frá leiknum þrátt fyrir að virðast hafa fjölmörg tækifæri til þess.Hvað gerist næst? Liðin mætast á gríðar sterkum heimavelli Tindastóls á Sauðárkróki. Þar verða ÍR-ingar áfram án Ryan Taylor og þurfa að eiga sinn besta leik þar ef þeir vilja ekki vera í þeirri stöðu að eiga hættu á því detta út á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna.ÍR-Tindastóll 82-89 (13-22, 17-16, 16-20, 36-31) ÍR: Danero Thomas 33/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 13/9 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/8 fráköst, Trausti Eiríksson 6, Kristinn Marinósson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Daði Berg Grétarsson 4, Sveinbjörn Claessen 2.Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Antonio Hester 20/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 10/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 9, Axel Kárason 7/8 fráköst, Chris Davenport 2/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 2/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2.Sigtryggur Arnar: Bjuggumst við ÍR liðinu svona Sigtryggur Arnar Björnsson leikmaður Tindastóls sagði það ekki hafa verið erfitt fyrir liðið að halda sér á tánum þrátt fyrir það hefði verið í löngu fríi eftir að hafa sópað Grindavík út í þremur leikjum fyrir Páska. „Við héldum okkur á tánum með því að æfa stíft í páskafríinu, taka vel á því á æfingum og berja á hvor öðrum, það skilað sér hérna í kvöld í baráttu leik eins og þessum.“ Aðspurði að því hvort ÍR lið hefði komið honum á óvart í leiknum sagði hann svo ekki vera. „Nei við bjuggumst við þessum leik frá þeim, þeir berjast fyrir öllum sóknarfráköstum og fara allir fimm í öll fráköst sem skilar þeim mikið af auka tilraunum í sókninni. Einnig vissum við að Danero Thomas yrði atkvæðamikill í fjarveru Ryan Taylor eins og raunin varð í kvöld.“ Sigtryggur sagði mikilvægi leiksins eðlilega hafa verið mikið. „Þessi leikur skipti öllu máli, núna erum við komnir með heimavallarréttinn og eigum einn leik eftir án Ryan Taylor. Núna förum heim á völlinn okkar. Við munum svo snúa aftur hingað og reyna það sem við getum til að klára þetta.“ Sagði Sigtryggur Arnar Björnsson sem eins og áður sagði spilaði einstaklega vel fyrir gestina í kvöld þar sem hann á köflum sett á sannkallaða sýningu.Hester: Óheppilegt að þeir séu án Taylor Antonio Hester leikmaður Tindasóls sagði leikinn hafa unnist á vörninni. „Vörnin okkar kom sterk inn í seinn hálfleik og það skilað okkur sigrinum hérna í kvöld. Við töluðum um það í hálfleik að bæta vörnin í seinni hálfleik og það gekk eftir, það var lykillinn að sigrinum okkar í kvöld.“ Hester sagði næsta leik mikilvægan fyrir sína menn. Það er ópheppilegt að þeir séu án Taylor en við verðum að nýta okkur það, eins og við gerðum í kvöld, heima á Sauðárkróki í næsta leik, ef við gerum það getum við komið aftur hingað í góðri stöðu til að klára einvígið,“ sagði hin gríðar sterki leikmaður Tindastóls Antonio Hester að leik loknum.